Versnandi efnahagshorfur á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 12:14 Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvextir bankans verði óbreyttir í 0,75 prósentum Vísir/Vilhelm Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun. Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Alþjóðlegar efnahagshorfur fyrir fyrsta og annan ársfjórðung þessa árs eru verri en áður var spáð og ræður aukin útbreiðsla kórónuveirunnar í Evrópu mestu þar um, að mati Seðlabankans. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þessa þróun hafa áhrif hér á landi. Hvað er það helsta sem skýrir versnandi efnahagshorfur? „Það er náttúrlega að við erum að sjá að þessi farsótt stendur lengur yfir. Það er lengri tími þar til við munum fá ferðaþjónustuna aftur af stað. Á sama tíma eru það kannski jákvæðar fréttir að það hefur gengið betur að örva innlenda eftirspurn en við höfðum gert ráð fyrir,“ segir Ásgeir. Á þessu ári séu einnig horfur á að innlend eftirspurn vaxi meira en áður var spáð en á móti vegi lakari útflutningshorfur í ár, sérstaklega á sjávarfangi. Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa virkað og lækkun vaxta skilað sér til heimilanna og að nokkru leyti til fyrirtækjanna. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir versnandi efnahagshorfur vegna þess hvað kórónuveirufaraldurinn sé að dragast á langinn hafa áhrif á stöðu efnahagsmála á Íslandi.Vísir/Vilhelm Lántaka ríkissjóðs í útlöndum upp á 750 milljónir evra í síðustu viku styðji við fyrri aðgerðir og möguleika á að halda efnahagslegum stöðugleika. „Það er að einhverju leyti svipuð áhrif eins og peningaprentun. Seðlabankinn er viðskiptabanki ríkissjóðs. Við tökum þennan erlenda gjaldeyri sem kemur og afhendum ríkinu krónur. Ef þær eru settar inn í kerfið kemur það með sama hætti eins og þegar verið er að prenta peninga,“ segir Seðlabankastjóri. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 4,3 prósent sem er meiri verðnólga en Seðlabankinn reiknaði með og sú mesta frá árinu 2013. Ásgeir segir þetta viss vonbrigði. „Við gerum ráð fyrir því núna að við höfum náð tökum á krónunni og það er mikið atvinnuleysi þannig að við sjáum ekki fyrir okkur að þessi verðbólga haldi áfram. Hún verði eitthvað fóðruð áfram. Hún gangi hratt niður.“ Hvenær haldið þið að hún verði komin að markmiðum Seðlabankans (2,5%)? „Við höldum að þaðgerist í sumar eða eitthvaðálíka. Hún muni þegar byrja að ganga niður á næstu mánuðum,“segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30 Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48 Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans haldist óbreyttir. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3. febrúar 2021 08:30
Kjörin leið til að viðhalda krónunni er að selja ríkisbankana Ég, eins og svo margir, er með varann á mér þegar bankasölur ber á góma því sporin hræða. Bankakerfi síðustu aldar var pólitískt valdatæki þar sem útvaldir fengu lán og fyrirgreiðslu. Á tímum óðaverðbólgu var lán ígildi gjafar. 1. febrúar 2021 08:48
Verðbólga 4,3 prósent í janúar Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent. 26. janúar 2021 09:19