Manchester City og Leicester unnu góða sigra í fyrstu tveimur leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni. City hafði betur gegn Burnley en Leicester gegn Fulham. Báðir leikirnir enduðu 0-2.
Það voru liðnar þrjár mínútur er City komst yfir gegn Burnley á útivelli. Markið skoraði Gabriel Jesus og Raheem Sterling tvöfaldaði muninn fyrir hlé. Þetta urðu lokatölurnar en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn fyrir Burnley.
City er með þriggja stiga forystu á nágranna sína í Manhcester United. Einnig á City leik til góða. Það er áhugaverður leikur um helgina er City mætir Liverpool en ensku meistrarnir eru sjö stigum á eftir CIty. Burnley er í sextánda sætinu, átta stigum frá fallsæti.
3 - Burnley have had just three shots across their last two Premier League games v Chelsea and Man City; since we have this data available (2003-04), no side has ever had fewer across back-to-back Premier League games (level with Swansea in March 2018). Tame. pic.twitter.com/cmoxYAku9n
— OptaJoe (@OptaJoe) February 3, 2021
Kelechi Iheanacho fékk tækifæri í byrjunarliði Leicester og hann þakkaði traustið eftir sautján mínútur gegn Fulham. James Justin skoraði annað markið á 44. mínútu en James Maddison lagði upp bæði mörk Leicester.
City er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á eftir United sem er í öðru sætinu, en Fulham er í fallsæti. Þeir eru í átjánda sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir Brighton sem er sæti ofar.
🅰️ 17'
— Squawka Football (@Squawka) February 3, 2021
🅰️ 44'
This is the first time James Maddison has provided multiple assists in a Premier League game.
Picking up some serious form. pic.twitter.com/9lIkYxG2xo