Liðin skildu jöfn er liðin mættust í gær en Löwen unnu sjö marka sigur í dag eftir að leikur voru jafnir í hálfleik, 15-15. Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen en Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten Schaffhausen.
Löwen er með níu stig eftir fimm leiki. Eina stigið sem þeir hafa tapað til þessa er í jafnteflinu í Sviss í gær en Kadetten er með fjögur stig.
Ágúst Elí Björgvinssn og félagar í Kolding unnu sjö marka sigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni, 38-31, eftir að hafa leitt 18-13 í hálfleik. Kolding er með nítján stig í sjöunda sætinu. Ágúst Elí átti stórleik í markinu og var með 45% markvörslu.
Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk fyrir Alingsås er liðið rúllaði yfir Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni. Loktaölur urðu 36-27. Alingsås er í fjórða sæti deildarinnar.