Meðal þeirra sem flytja erindi eru Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Víðir Reynisson lögregluþjónn, svo nokkur séu nefnd.
Sömuleiðis verða innslög og skemmtiatriði í bland. Þá verða Menntaverðlaun atvinnulífsins veitt framúrskarandi fyrirtækjum að vanda.
Þáttastjórnandi er Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.