Hársbreidd frá því að lenda allir í sóttkví fyrir Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Patrick Mahomes og félagar vilja hafa hárið í lagi á sunnudaginn þegar þeir freista þess að vinna Ofurskálarleikinn annað árið í röð. Getty/Jamie Squire Minnstu mátti muna að yfir 20 leikmenn Kansas City Chiefs þyrftu að fara í sóttkví rétt fyrir Ofurskálarleikinn við Tampa Bay Bucaneers sem er á sunnudaginn. Ástæðan? Klipping. Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira
Ljóst er að úrslitaleikurinn hefði hæglega getað farið í vaskinn hjá Chiefs en leikmenn liðsins voru á leið í klippingu hjá hárskera sem greindist með COVID-19. Þar á meðal var leikstjórnandinn Patrick Mahomes, tengdasonur Mosfellsbæjar. Hárskerinn hafði farið í smitpróf fimm daga í röð en tók eitt próf í viðbót áður en hann kom inn í byggingu Chiefs-liðsins á sunnudaginn til að klippa liðið fyrir stóra daginn. Sýni úr því prófi reyndist jákvætt. Hárskerinn hafði klippt hár Demarcus Robinson degi áður og var hálfnaður við að klippa hár Daniels Kilgore þegar í ljós kom að hann væri smitaður. Kilgore grínaðist sjálfur með atvikið á samfélagsmiðlum en samkvæmt Adam Schefter hjá ESPN bað hann hárskerann um að klára klippinguna, sem hann og gerði. #NewProfilePic pic.twitter.com/LWpMbv0oTQ— Daniel Kilgore (@DanielKilgore67) February 3, 2021 Leikmennirnir tveir voru sendir í sóttkví en þeir voru líkt og hárskerinn með grímu í klippingunni. Samkvæmt Schefter hafa leikmennirnir báðir greinst með neikvætt sýni og ættu að geta komið til móts við Chiefs-liðið á laugardaginn og flogið með því í leikinn á sunnudaginn. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
Ofurskálin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Sjá meira