Sér eftir stuðningi við QAnon Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 19:32 Marjorie Taylor Greene. Tasos Katopodis/Getty Þingkonan Marjorie Taylor Greene segir ummæli þar sem hún tekur undir margvíslegar samsæriskenningar vera liðna tíð. Gömul ummæli Greene hafa verið dregin fram í sviðsljósið undanfariðeftir að hún var kjörin á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í nóvember. Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021 Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Greene hefur sagst aðhyllast samsæriskenningar QAnon, en samkvæmt þeim er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. „Ég trúði hlutum sem voru ekki sannir og ég sé eftir því,“ sagði þingkonan, en þingið greiðir nú atkvæði um hvort víkja eigi henni úr nefndum á vegum þingsins. Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákváðu á lokuðum fundi í gær að aðhafast ekkert gegn henni. Sagði hún fjölmiðla einnig bera ábyrgð á því að „dreifa lygum“ en hún sjái eftir þeim samsæriskenningum sem hún sagðist trúa áður. Til að mynda „trúi hún“ að árásirnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001 hafi átt sér stað, en ekki að þær hafi verið sviðsettar líkt og hún gerði áður. „Þetta voru orð fortíðarinnar. Þetta er ekki lýsandi fyrir mig.“ McConnell ósáttur Umdeildar fullyrðingar Greene eru ekki það eina sem hafa vakið athygli undanfarið. Á samfélagsmiðlum fór í dreifingu myndband af þingkonunni, sem tekið var upp nokkrum vikum eftir skotárásina í Stoneman Douglas skólanum, þar sem hún sést elta einn nemanda skólans og áreita hann. Sautján létu lífið í árásinni og beittu nemendur sér fyrir harðari vopnalöggjöf í kjölfar árásarinnar. Greene sakaði drenginn um að vera lygara, leikara og heigul og sagðist sjálf vera vopnuð. Drengurinn, David Hogg, var ekki orðinn átján ára gamall þegar myndbandið var tekið upp. .@mtgreenee, is this you harassing @davidhogg111 weeks after the Parkland shooting, that my daughter was killed in & he was in? Calling him a coward for ignoring your insanity. I will answer all of your questions in person. Get ready to record again.pic.twitter.com/aQjL74x7kh— Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) January 27, 2021 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar væri krabbamein, bæði fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá McConnell, þar sem hann nefndi hana þó ekki á nafn. Þrátt fyrir að nafn hennar hafi ekki komið fram ákvað hún að svara yfirlýsingunni á Twitter-síðu sinni. Sagði hún „hið raunverulega krabbamein“ vera veikgeðja Repúblikana sem kunni ekkert annað en að tapa með reisn. The real cancer for the Republican Party is weak Republicans who only know how to lose gracefully.This is why we are losing our country.— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) February 2, 2021
Bandaríkin Tengdar fréttir Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Segir samsæriskenningar vera krabbamein Repúblikanaflokksins Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir hina umdeildu þingkonu Marjorie Taylor Greene ekki lifa í raunveruleikanum og að hugmyndafræði hennar sé krabbamein fyrir flokkinn og Bandaríkin. Þetta sagði McConnell í yfirlýsingu í gærkvöldi. 2. febrúar 2021 10:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59