Elon Musk svarar víðfrægri gagnrýni á Tesla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. febrúar 2021 07:00 Elon Musk Patrick Pleul/Picture alliance/Getty Images Elon Musk mætti til viðtals hjá Sandy Munro, verkfræðing sem fékk mikla athygli fyrir að líkja smíðagæðum Tesla Model 3 við Kia á tíunda áratug síðustu aldar. Myndband af viðtalinu má finna í fréttinni. Sandy Munro er framleiðslusérfræðingur og einn helsti gagnrýnandi smíðagæða Tesla. Munro stofnaði fyrirtæki sem framkvæmir mælingar út frá kröfum framleiðenda til að kanna hvort hlutir standist kröfur sem gerðar eru til þeirra (e. benchmarking). Fyrirtækið heitir Munro & Associates. Elon Musk tekur ábyrgð í viðtalinu á þeim vandkvæðum sem komið hafa upp í framleiðslu Tesla. Musk byrjar á því að segja Munro að hann sé sammála því sem hann sagði í gagnrýni sinni og að hún væri nákvæm að hans mati. „Það tók Tesla talsverðan tíma að fínpússa framleiðsluferlið, það orsakaðist einna helst af gríðarlegum vexti í afköstum,“ sagði Musk aðspurður um gríðarlegt bil á milli hluta yfirbygginga bílanna, sem stundum hefur fundist. „Við gerðum helling til að bæta stöðugleika bilsins á milli hluta yfirbyggingarinnar og gæði lakksins í lok síðasta árs,“ bætti Musk við. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent
Sandy Munro er framleiðslusérfræðingur og einn helsti gagnrýnandi smíðagæða Tesla. Munro stofnaði fyrirtæki sem framkvæmir mælingar út frá kröfum framleiðenda til að kanna hvort hlutir standist kröfur sem gerðar eru til þeirra (e. benchmarking). Fyrirtækið heitir Munro & Associates. Elon Musk tekur ábyrgð í viðtalinu á þeim vandkvæðum sem komið hafa upp í framleiðslu Tesla. Musk byrjar á því að segja Munro að hann sé sammála því sem hann sagði í gagnrýni sinni og að hún væri nákvæm að hans mati. „Það tók Tesla talsverðan tíma að fínpússa framleiðsluferlið, það orsakaðist einna helst af gríðarlegum vexti í afköstum,“ sagði Musk aðspurður um gríðarlegt bil á milli hluta yfirbygginga bílanna, sem stundum hefur fundist. „Við gerðum helling til að bæta stöðugleika bilsins á milli hluta yfirbyggingarinnar og gæði lakksins í lok síðasta árs,“ bætti Musk við.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent