Innlent

Hellis­heiði lokað vegna umferðarslyss

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hellisheiði. Mynd úr safni.
Hellisheiði. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Hringveginum hefur verið lokað við þrengslagatnamót til vesturs í átt að Reykjavík vegna umferðarslyss. Áætlaður tími lokunar er um 45 mínútur.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Ásgeir Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að einn bíll hafi verið sendur á vettvang á þeirra vegum en honum hafi svo verið snúið við.

Sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang á vegum Brunavarna Árnessýslu.

Um sé að ræða árekstur tveggja bíla en upplýsingar um fjölda farþega og líðan þeirra liggi ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×