Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2021 20:30 Gunnar Kristjánsson, prestur, ákvað að halda stafræna minningarathöfn með vinum Henning og Mogens þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um drengina og syrgja þá. AÐSEND Íslenskur prestur hélt minningarathöfn á samskiptavettvangi fyrir tölvuleiki. Hann hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum þegar kemur að sáluhjálp. Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar. Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Presturinn Gunnar Kristjánsson er búsettur í Noregi. Hann hélt stafræna minningarathöfn með vinum þeirra Henning og Mogens sem létust í eldsvoðanum í Andøy í Noregi um miðjan janúar. Minningarathöfnin fór fram á „Discord“ en það er forrit þar sem tölvuleikjanotendur hafa samskipti við aðra á netinu. Fimm létu lífið þegar sumarbústaður brann til grunna í þorpinu Risøyhamn á eyjunni Andøy í Noregi í janúar. Fjögur þeirra sem brunnu inni voru börn undir sextán ára aldri. Þar á meðal voru þeir Mogens Pareli Krogh Hovde og Henning Christian Bang Johansen. Þegar Gunnar var að undirbúa útför drengjanna komst hann að því að þeir höfðu mikinn áhuga á tölvuleikjum. „Þá hugsaði ég með mér að það hlytu að vera fleiri börn þarna úti sem þekktu til hans og okkur ekki tekist að ná til,“ sagði Gunnar í samtali við norska fréttamiðilinn VG. Deildu minningum af drengjunum Tók Gunnar upp á því að reyna að ná til vina drengjanna í gegnum tölvuleikjaheiminn. Hann ákvað að tengjast áðurnefndu forriti, sem er vettvangur hannaður fyrir leikjasamfélög. Í ljós kom að Henning og Mogens áttu marga vini á forritinu. Ákvað Gunnar að halda stafræna minningarathöfn með vinum hinna látnu þar sem þeir fengu tækifæri til að deila minningum um Henning og Mogens og syrgja þá. Á meðan á minningarathöfninni stóð spilaði Gunnar lög af „Spotify“ lista drengjanna. Sáluhjálp með nýjum leiðum Eftir minningarathöfnina höfðu margir foreldrar samband við Gunnar. „Þeir sögðu mér að drengjunum hefði fundist minningarathöfnin mikilvæg og nálgunin góð. Enginn hefur yfirgefið hópinn enn sem komið er,“ segir Gunnar sem hvetur presta til að reyna að ná til ungu kynslóðarinnar með nýjum leiðum. „Frá sjónarhóli sorgar er þetta eitthvað sem við ættum að nota meira. Ungt fólk í dag er öðruvísi. Það tjáir tilfinningar sína á annan hátt,“ sagði Gunnar. Gunnar var virkur tölvuleikjaspilari á yngri árum. Í samtali við norska fjölmiðilinn VG segir Gunnar tölvuleikjaspil ákveðið samfélag. „Þetta er fyrst og fremst félagsskapur. Þú ert ekki einn þó þú sitjir einn heima hjá þér. Þetta er eins og íþrótt. Leikmennirnir vinna saman,“ sagði Gunnar.
Noregur Trúmál Íslendingar erlendis Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira