Kicker: Ekki eins góður og Liverpool menn halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:30 Ozan Kabak verður í sviðsljósinu í leikjum Liverpool á næstunni. Hversu góður er strákurinn? Getty/Andrew Powell Það verður mikil pressa á hinum unga Tyrkja Ozan Kabak þegar hann klæðist Liverpool treyjunni í fyrsta sinn. Væntanlega verður það á móti Manchester City um helgina. Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker. Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Liverpool hefur verið að leita að miðverði til að fylla í skarð hins meidda Virgil van Dijk og ákvað að veðja á ungan og skapmikinn Tyrkja. Ozan Kabak talaði sjálfur um hrifningu sína af Virgil van Dijk og að Hollendingurinn hafi ráðið mestu um mikinn áhuga hans á að koma til Liverpool en þarna er kannski strax kominn ósanngjarn samanburður. Í öllum miðvarðarvandræðum Liverpool er líklegt að Jürgen Klopp þurfi að henda Ozan Kabak strax út í djúpu laugina. Þrátt fyrir ungan aldur þá er Kabak þegar búinn að spila 55 leiki í þýsku deildinni. Það eru samt einhverjir spekingar sem hafa varað Liverpool við því að Kabak sé kannski ekki eins góður og þeir og margir aðrir halda að hann sé. 'He's not as good as Liverpool are led to believe...' https://t.co/9o6uVju9GN— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 5, 2021 Samanburður við Virgil van Dijk strax í upphafi er engum til góðs og þá hafa liðin sem hann hefur spilað með í Þýskalandi fallið úr deildinni. Stuttgart féll og Schalke liðið er svo gott sem fallið líka. Samkvæmt umfjöllun í þýska stórblaðinu Kicker þá er ýjað að því að Liverpool hafi kannski verið að kaupa köttinn í sekknum. Ozan Kabak var einu sinni orðaður við Bayern München en þýska stórliðið missti áhugann á leikmanninum þegar útsendarar þess skoðuðu hann betur. Þetta hefur líka verið erfitt tímabil fyrir Ozan Kabak, hann var að spila í lélegustu vörninni í lélegasta liði deildarinnar og endaði í fjögurra leikja banni fyrr í vetur fyrir að hrækja á mótherja. Hann er með allt annað en góða meðaleinkunn hjá Kicker í vetur. Á móti kemur voru vandræðin og vesenið á Schalke ekki að hjálpa ungum leikmanni og hver veit nema að Jürgen Klopp takist að gera háklassa leikmann úr honum eins og svo svo mörgum öðrum í gegnum tíðina. Stuðningsmenn Liverpool halda í þá von þrátt fyrir svolítið sláandi dóm Kicker.
Enski boltinn Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira