Föðurland: „Ekki gleyma sambandinu ykkar“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:03 Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson svarar spurningum um upplifun sína af fæðingum og meðgöngum en hann og kona hans Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust nýverið sitt annað barn. „Aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig,“ segir fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson í viðtalsliðnum Föðurland. Kjartan og kona hans Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust nýverið litla stelpu en fyrir eiga þau ellefu ára dótturina Klöru Kristínu. Kjartan Atla ættu flestir að þekkja af öldum ljósvakans en kona hans Pálína María er þekkt sem mikil körfuboltakona og starfar hún nú sem lánastjóri Arion banka. Kjartan hefur enn ekki komist í fæðingarorlof en ásamt því að vera með ungbarn og í fullu starfi þá er fjölskyldan nú að flytjast búferlum, þó ekki sé nema nokkra metra. „Við fjölskyldan stöndum í flutningum þessar vikurnar, sem er mjög spennandi. Við erum að færa okkur til í Garðabænum, bara nokkur hundruð metra.“ Heimsfaraldurinn segir Kjartan ekki hvorki hafa haft sérstök áhrif á meðgönguna né fæðinguna fyrri utan annmarka á daglegum athöfnum. En eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað fjölgaði verkefnunum mikið hjá mér og er ég svolítið mikið í vinnunni og þjálfun, en reyni að vera eins mikið heima og ég get. Verkefnastaðan hefur eflaust áhrif á uppstillingu orlofsins, tíminn leiðir það í ljós. Framundan er því mikil vinna þar sem íþróttirnar eru komnar á fullt og segir Kjartan mörg spennandi verkefni á döfinni. „Þessar vikurnar er allt á fullu í körfuboltaumfjöllun. Við erum með 22 þætti á 30 dögum um íslenskan körfubolta á Stöð 2 Sport. Íþróttirnar eru komnar á fullt og þá er nóg að gera hjá okkur á stöðinni. Hjá mér eru ýmis spennandi verkefni á döfinni. Til dæmis er Meistaradeildin að ná hápunkti á næstu vikum og mánuðum.“ Hér fyrir neðan svarar Kjartan Atli spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Eldri stelpan okkar er ellefu ára. Við vorum því nokkuð ung þegar við fengum að vita að von væri á henni. Ég var 24 ára og Pálína 22 ára. Þetta kom okkur á óvart en um leið hlökkuðum við mikið til. Yngri dóttir okkar er þriggja mánaða og höfðum við beðið svolítið eftir henni. Því komu fréttirnar af henni okkur ekki jafn mikið á óvart. Þetta var ólík upplifun, en fregnirnar af báðum dætrum okkar glöddu okkur mikið, eins og gefur að skilja. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég upplifði mitt hlutverk sem stuðningsaðili. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég get ekki sagt að ég hafi tengst ófæddum einstaklingi. En gerði mér þó í hugarlund hvernig stelpurnar yrðu þegar þær kæmu loks í heiminn. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, þegar ég sat í sófanum og horfði á íþróttir og Pálína æfði af miklum krafti við hliðina á mér. Klara Kristín, fyrsta barn Kjartans Atla og Pálínu, nú orðin stóra systir. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Blönduð aðferð; notuðum allar helstu boðleiðir sem völ er á í nútíma samfélagi. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið í bæði skiptin og okkur fannst það vera gott. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Á fyrri meðgöngunni fórum við á námskeið hjá góðri konu sem var að þróa nýtt námskeið. Þar vorum við ásamt fimm pörum. Námskeiðið hjálpaði, bæði var þetta skemmtileg dægrastytting; eitthvað fyrir okkur hjúin að gera saman og svo var gott að hitta önnur pör sem voru á sama stað og við. Að ógleymdum öllu góðu ráðunum sem við fengum. Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Ég get ekki sagt að eitthvað hafi reynst mér sérstaklega erfitt. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Að vita af mikilli breytingu handan við hornið. Að vita að það væri skörp beygja fram undan. Þá fer maður einhvern veginn meira upp á tærnar og er duglegri við að lifa lífinu lifandi, í stað þess að vera í einhverri hversdagslegri rútínu. Á góðri stund með eldri dóttur sinni Klöru Krístinu. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var spenntur og mjög einbeittur á verkefnið sem var fyrir höndum. Báðar fæðingar hófust á mörkum nætur og morguns, þannig að maður var líka eitthvað þreyttur, í fullri hreinskilni. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég er búinn að þjálfa körfubolta síðan 2001 og fór bara í þjálfaragírinn. Hvatti Pálínu áfram af krafti og reyndi að miðla upplýsingum frá ljósmóðurinni. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Stórkostleg. Í fyrri fæðingunni vissi maður ekkert hvað maður var að fara út í og það var meiri upplifun í þeim skilningi að maður var að átta sig á öllum aðstæðum, maður horfði í kringum sig og reyndi að taka allt inn. Í seinni fæðingunni þekkti maður aðstæðurnar örlítið betur og gat kannski einbeitt sér meira að þeim hlutum sem skipta máli. Ellefu ára aldursmunur er á milli eldri dótturinnar og yngri en Kara Gunnlaug lét bíða aðeins eftir sér svo gleðin var mikil þegar þau komust að þunguninni. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Amma mín, hún Klara, dó nokkrum árum áður en eldri dóttir mín fæddist og vildi ég gefa eldri dóttir okkar sama nafn. Pálína vildi skíra í höfuðið á móður sinni sem heitir Kristín. Við ákváðum því að yrðu nöfnin tvö. Okkur gekk þó ekki vel að ákveða hvort nafnið væri á undan og ákváðum við að skera á hnútinn með þeirri sanngjörnu aðferð að kasta tíkalli í loftið. Pálína „vann“ og átti stúlkan því að heita Kristín Klara. En hún sá á svipnum á mér hversu miklu máli þetta skipti mig og ákvað að „gefa eftir“. Því ber eldri dóttir okkar nafnið Klara Kristín. Þegar við völdum nafn á yngri dóttur okkar vorum við strax mjög hrifin af nafninu Kara. Okkur fannst gaman hvað nöfnin Kara og Klara eru lík en samt svo ólík. Pabbi Pálínu heitir Gunnlaugur og var sú stutta skírð Kara Gunnlaug. Hún verður væntanlega sami gleðigjafinn og afi sinn. Kjartan segir eldri dótturina nú verið mikinn þátttakanda í öllu sem snýr að systur sinni og hún sé yndisleg stóra systir. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Mjög ánægður, ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem vinna í þessum málaflokki. Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður, Hefðir þú viljað fá meiri fræðslu? Nei, ég get ekki sagt það. Við lifum á þannig tímum að maður getur flett öllu upp á mjög skilvirkan hátt. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Var alsæll í bæði skiptin. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, með eldri dóttur minni. Ég notaði tímann sem hún lagði sig til að klára Lost-þættina. Ég mun einnig taka fæðingarorlof með þeirri yngri en við eigum bara eftir að stilla því upp eins og það hentar okkur fjölskyldunni á sem bestan hátt. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig. Þessi ellefu ára aldursmunur á stelpunum okkar breytir miklu. Núna er sú eldri mikill þátttakandi í öllu sem snýr að systur sinni, hún er yndisleg stóra systir. Svoleiðis gleður foreldrahjörtun. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Ekki gleyma sambandinu ykkar. Mikilvægt er að rækta það þó fjölskyldumeðlimum hafi fjölgað. Nýbökuð fjölskylda fyrir ellefu árum síðan. Pálína, Kjartan Atli og Klara Kristín. Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Kjartan og kona hans Pálína María Gunnlaugsdóttir eignuðust nýverið litla stelpu en fyrir eiga þau ellefu ára dótturina Klöru Kristínu. Kjartan Atla ættu flestir að þekkja af öldum ljósvakans en kona hans Pálína María er þekkt sem mikil körfuboltakona og starfar hún nú sem lánastjóri Arion banka. Kjartan hefur enn ekki komist í fæðingarorlof en ásamt því að vera með ungbarn og í fullu starfi þá er fjölskyldan nú að flytjast búferlum, þó ekki sé nema nokkra metra. „Við fjölskyldan stöndum í flutningum þessar vikurnar, sem er mjög spennandi. Við erum að færa okkur til í Garðabænum, bara nokkur hundruð metra.“ Heimsfaraldurinn segir Kjartan ekki hvorki hafa haft sérstök áhrif á meðgönguna né fæðinguna fyrri utan annmarka á daglegum athöfnum. En eftir að íþróttirnar fóru aftur af stað fjölgaði verkefnunum mikið hjá mér og er ég svolítið mikið í vinnunni og þjálfun, en reyni að vera eins mikið heima og ég get. Verkefnastaðan hefur eflaust áhrif á uppstillingu orlofsins, tíminn leiðir það í ljós. Framundan er því mikil vinna þar sem íþróttirnar eru komnar á fullt og segir Kjartan mörg spennandi verkefni á döfinni. „Þessar vikurnar er allt á fullu í körfuboltaumfjöllun. Við erum með 22 þætti á 30 dögum um íslenskan körfubolta á Stöð 2 Sport. Íþróttirnar eru komnar á fullt og þá er nóg að gera hjá okkur á stöðinni. Hjá mér eru ýmis spennandi verkefni á döfinni. Til dæmis er Meistaradeildin að ná hápunkti á næstu vikum og mánuðum.“ Hér fyrir neðan svarar Kjartan Atli spurningum í viðtalsliðnum Föðurland. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þið ættuð von á barni? Eldri stelpan okkar er ellefu ára. Við vorum því nokkuð ung þegar við fengum að vita að von væri á henni. Ég var 24 ára og Pálína 22 ára. Þetta kom okkur á óvart en um leið hlökkuðum við mikið til. Yngri dóttir okkar er þriggja mánaða og höfðum við beðið svolítið eftir henni. Því komu fréttirnar af henni okkur ekki jafn mikið á óvart. Þetta var ólík upplifun, en fregnirnar af báðum dætrum okkar glöddu okkur mikið, eins og gefur að skilja. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég upplifði mitt hlutverk sem stuðningsaðili. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Ég get ekki sagt að ég hafi tengst ófæddum einstaklingi. En gerði mér þó í hugarlund hvernig stelpurnar yrðu þegar þær kæmu loks í heiminn. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, þegar ég sat í sófanum og horfði á íþróttir og Pálína æfði af miklum krafti við hliðina á mér. Klara Kristín, fyrsta barn Kjartans Atla og Pálínu, nú orðin stóra systir. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Blönduð aðferð; notuðum allar helstu boðleiðir sem völ er á í nútíma samfélagi. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið í bæði skiptin og okkur fannst það vera gott. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Á fyrri meðgöngunni fórum við á námskeið hjá góðri konu sem var að þróa nýtt námskeið. Þar vorum við ásamt fimm pörum. Námskeiðið hjálpaði, bæði var þetta skemmtileg dægrastytting; eitthvað fyrir okkur hjúin að gera saman og svo var gott að hitta önnur pör sem voru á sama stað og við. Að ógleymdum öllu góðu ráðunum sem við fengum. Var eitthvað sem þér fannst sjálfum erfitt við meðgönguna sjálfa? Ég get ekki sagt að eitthvað hafi reynst mér sérstaklega erfitt. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Að vita af mikilli breytingu handan við hornið. Að vita að það væri skörp beygja fram undan. Þá fer maður einhvern veginn meira upp á tærnar og er duglegri við að lifa lífinu lifandi, í stað þess að vera í einhverri hversdagslegri rútínu. Á góðri stund með eldri dóttur sinni Klöru Krístinu. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var spenntur og mjög einbeittur á verkefnið sem var fyrir höndum. Báðar fæðingar hófust á mörkum nætur og morguns, þannig að maður var líka eitthvað þreyttur, í fullri hreinskilni. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég er búinn að þjálfa körfubolta síðan 2001 og fór bara í þjálfaragírinn. Hvatti Pálínu áfram af krafti og reyndi að miðla upplýsingum frá ljósmóðurinni. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Stórkostleg. Í fyrri fæðingunni vissi maður ekkert hvað maður var að fara út í og það var meiri upplifun í þeim skilningi að maður var að átta sig á öllum aðstæðum, maður horfði í kringum sig og reyndi að taka allt inn. Í seinni fæðingunni þekkti maður aðstæðurnar örlítið betur og gat kannski einbeitt sér meira að þeim hlutum sem skipta máli. Ellefu ára aldursmunur er á milli eldri dótturinnar og yngri en Kara Gunnlaug lét bíða aðeins eftir sér svo gleðin var mikil þegar þau komust að þunguninni. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Amma mín, hún Klara, dó nokkrum árum áður en eldri dóttir mín fæddist og vildi ég gefa eldri dóttir okkar sama nafn. Pálína vildi skíra í höfuðið á móður sinni sem heitir Kristín. Við ákváðum því að yrðu nöfnin tvö. Okkur gekk þó ekki vel að ákveða hvort nafnið væri á undan og ákváðum við að skera á hnútinn með þeirri sanngjörnu aðferð að kasta tíkalli í loftið. Pálína „vann“ og átti stúlkan því að heita Kristín Klara. En hún sá á svipnum á mér hversu miklu máli þetta skipti mig og ákvað að „gefa eftir“. Því ber eldri dóttir okkar nafnið Klara Kristín. Þegar við völdum nafn á yngri dóttur okkar vorum við strax mjög hrifin af nafninu Kara. Okkur fannst gaman hvað nöfnin Kara og Klara eru lík en samt svo ólík. Pabbi Pálínu heitir Gunnlaugur og var sú stutta skírð Kara Gunnlaug. Hún verður væntanlega sami gleðigjafinn og afi sinn. Kjartan segir eldri dótturina nú verið mikinn þátttakanda í öllu sem snýr að systur sinni og hún sé yndisleg stóra systir. Hversu ánægður ertu með þá fræðslu og aðstoð sem þú fékkst með tilkomu föðurhlutverksins? Mjög ánægður, ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem vinna í þessum málaflokki. Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður, Hefðir þú viljað fá meiri fræðslu? Nei, ég get ekki sagt það. Við lifum á þannig tímum að maður getur flett öllu upp á mjög skilvirkan hátt. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Var alsæll í bæði skiptin. Tókstu þér fæðingarorlof? Já, með eldri dóttur minni. Ég notaði tímann sem hún lagði sig til að klára Lost-þættina. Ég mun einnig taka fæðingarorlof með þeirri yngri en við eigum bara eftir að stilla því upp eins og það hentar okkur fjölskyldunni á sem bestan hátt. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, aukið álag á manneskjurnar í sambandinu þýðir aukið álag á sambandið. En gleðistundunum fjölgar einnig. Þessi ellefu ára aldursmunur á stelpunum okkar breytir miklu. Núna er sú eldri mikill þátttakandi í öllu sem snýr að systur sinni, hún er yndisleg stóra systir. Svoleiðis gleður foreldrahjörtun. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Ekki gleyma sambandinu ykkar. Mikilvægt er að rækta það þó fjölskyldumeðlimum hafi fjölgað. Nýbökuð fjölskylda fyrir ellefu árum síðan. Pálína, Kjartan Atli og Klara Kristín.
Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56 Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Föðurland: „Finnst alltaf jafn ömurlegt þegar þeir fara“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Makamál Nekt, örvandi nudd og hugleiðsla í Wild Love Tantra Iceland Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Föðurland: „Í þetta skiptið breyttust vot augu í hreinan grátur“ „Ég held bara að þolið fyrir allskonar kjaftæði og veseni sé orðið meira hjá okkur en áður en við eignuðumst saman fjögur börn. Það er orðið fátt sem að haggar manni eða kemur manni á óvart lengur,“ segir Björgvin Páll Gústavsson í viðtalsliðnum Föðurland. 30. janúar 2021 12:56
Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. 18. nóvember 2020 12:30
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01