Að þora inn í gin úlfsins Marta Eiríksdóttir skrifar 8. febrúar 2021 10:30 Með þessari grein ætla ég að gera tilraun til þess að fá engin skítköst í þessu blessaða „kommenta“kerfi sem væri annars svo frábært að leggja alveg niður, því ég hef grun um að það þjóni engum fallegum tilgangi, þegar upp er staðið. Þetta fyrirkomulag vefmiðlanna heldur bara aftur af jákvæðu fólki. Þeim sem langar til að skrifa opinberlega og leggja eitthvað til málanna í landinu okkar en veigra sér við því vegna þeirrar neikvæðni sem skellur á þeim að lokinni birtingu á vefmiðli. Það er annars mjög áhugavert að skoða skrif þeirra sem ráðast á aðra í „kommenta“ kerfinu og merkilegt hvað þeir taka þar mikið pláss, eru bálreiðir út í allt og alla. Fólkið dæmir sig sjálft með neikvæðum skrifum sínum og ómálefnalegri umræðu. Það er ekki þess virði að elta ólar við svoleiðis fólk. Verum góð hvert við annað. Við verðum öll að þora að fara inn í gin úlfsins; Að láta skoðun okkar í ljós á opinberum vettvangi. Íslenskt samfélag þarf á jákvæðu fólki að halda. Það er ekki gott ef þeir sem vilja vel, þora ekki að tala af ótta við að vera kallaðir fasistar, rasistar, nasistar, forréttindapíkur eða bara hálfvitar. Þá velja nú flestir að sleppa því að tjá sig opinberlega og lifa frekar áfram í friði í sínum innsta hring. En við þurfum að fá að heyra í fleiru jákvæðu fólki, fá bylgju jákvæðni inn í samfélagið okkar. Ekki veitir af. Verum málefnaleg því þá er hlustað Margar ólíkar skoðanir auðga mannlíf okkar og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Viðrum hugsanir okkar. Sjáum hvað hinir hafa fram að færa og fáum þannig nýjar hugmyndir, jafnvel leiðir til lausna. Það kemur ekkert gott út úr því þegar „kommenta“ kerfið er stútfullt af persónulegum árásum, niðurrifi og tómri vitleysu! Engum finnst þægilegt að láta kalla sig öllum illum nöfnum á opinberum vettvangi. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem fara í þingmennsku! Við megum ekki láta neikvæðu öflin hafa vinninginn í þessu landi eða leyfa þeim að þagga niður í alls konar góðum hugmyndum. Landið okkar er á tímamótum. Hvernig við spilum úr stöðunni sem upp er komin núna, leiðir börn þessa lands inn í farsæla framtíð eða vansæla. Við viljum öll kenna börnum okkar að meta fólk eftir hjartalagi en ekki uppruna. Breytingar um alla jörð Heimurinn er að breytast og fólk er að flytja á milli landa. Það tekur á fyrir alla og krefst sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Ég veit hvernig það er að búa í erlendu landi og vera atvinnulaus. Það er ekki létt. Íslendingar eru að fá nýja innspýtingu fólks af erlendu bergi sem auðgar mannlífið ef rétt er á málum haldið. Íslensk tunga er þjóðtunga Íslands, það er menningararfur Íslendinga. Ákveðnir töfrar liggja í þessu eldgamla víkingamáli. Já það er krefjandi að læra það. En mjög spennandi að kunna það segja mér erlendir vinir mínir sem æfa sig í að tjá sig á íslensku en ekki á ensku. Þannig komast þeir betur inn í samfélagið, skilja kerfið betur hér og geta bjargað sér. Ísland hefur alla burði til að vera draumaland því hér er gott að búa. Við eigum öll heima hér Menningararfur og þjóðarsjálfsmynd skiptir ekki bara marga Íslendinga máli, heldur einnig þær þjóðir sem setjast hér að en hafa yfirgefið heimalandið sitt í leit að betra lífi. Við eigum öll menningararf að heiman sem okkur þykir vænt um. Það vita þeir sem búið hafa erlendis og finna söknuðinn til gömlu ættjarðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hér á landi undanfarin ár. Við þurfum að staldra við og ákveða hvert við viljum stefna. Hingað kom fullt af erlendu vinnuafli til að starfa í ferðamannaiðnaði en þá þótti nóg að tala ensku. Nú er þetta sama fólk atvinnulaust og leitar að atvinnu í landi þar sem túrisminn er í dvala. Þá er meiri þörf á íslenskukunnáttu því Íslendingar vilja tala móðurmálið sitt á Íslandi. Nú eru erlendir starfsmenn ekki lengur að starfa fyrir erlenda ferðamenn heldur fyrir og með innfæddum. Þá reynir á allt aðra tungumálahæfni. Við getum alveg tekið vel á móti þessum nýju íbúum og boðið þeim fría íslenskukennslu. Hvatt þá til að læra málið okkar. Fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í því að styðja erlent starfsfólk til íslenskunáms. Það leynist auður í allskonar fólki. Íslensk tungumálakunnátta myndi greiða leið margra sem flytja hingað. Það er kjarni málsins; Að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi. Tungumálið er lykillinn að tækifærum í hverju landi. Þýðir ekki að berja hausnum við stein og halda að maður komist áfram á ensku til lengdar á Íslandi eða í öðru norrænu landi. Staðreynd af fenginni reynslu en ekki fordómar! Búum til fallegt samfélag. Prófum að gera það með virðingu fyrir þjóðinni sem bjó áður í landinu. Það getur nefnilega verið erfitt fyrir marga sem aldir voru hér upp í einangruðu einsleitu eyjasamfélagi eins og Íslandi, að venjast gerbreyttu nútímasamfélagi. Til dæmis amma og afi. Sýnum þeim skilning. Komið úr felum gott fólk! Það er örugglega til fullt af góðu fólki í samfélaginu okkar sem skortir hugrekki til opinberra skrifa vegna úlfanna sem bíða í leynum eftir að fá að rífa aðra í sig. Fullt af jákvæðu fólki sem langar til að finna lausnir á þeirri stöðu sem upp er komin á Íslandi gagnvart nýjum íbúum. Fólki sem leitar eftir friði og velsæld fyrir alla íbúa landsins og er með sniðugar hugmyndir. Með kærleikann að vopni svo allir fái að njóta sín hér. Við komumst ekki hjá því að búa til nýtt Ísland, fjölmenningarsamfélag, með virðingu fyrir rótum og uppruna þjóðar sem byggði þetta land og með virðingu fyrir nýjum íbúum landsins. Gott fólk komið úr felum! Birtið fleiri uppbyggjandi greinar frá ykkur á vefmiðlum landsins. Greinar frá allskonar fólki sem hefur eitthvað fallegt fram að færa inn í samfélag okkar. Góðar hugmyndir sem stuðla að friði á milli ólíkra samfélagshópa sem búa á Íslandi í dag. Búum til gott Ísland – Gerum þetta saman! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Marta Eiríksdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Með þessari grein ætla ég að gera tilraun til þess að fá engin skítköst í þessu blessaða „kommenta“kerfi sem væri annars svo frábært að leggja alveg niður, því ég hef grun um að það þjóni engum fallegum tilgangi, þegar upp er staðið. Þetta fyrirkomulag vefmiðlanna heldur bara aftur af jákvæðu fólki. Þeim sem langar til að skrifa opinberlega og leggja eitthvað til málanna í landinu okkar en veigra sér við því vegna þeirrar neikvæðni sem skellur á þeim að lokinni birtingu á vefmiðli. Það er annars mjög áhugavert að skoða skrif þeirra sem ráðast á aðra í „kommenta“ kerfinu og merkilegt hvað þeir taka þar mikið pláss, eru bálreiðir út í allt og alla. Fólkið dæmir sig sjálft með neikvæðum skrifum sínum og ómálefnalegri umræðu. Það er ekki þess virði að elta ólar við svoleiðis fólk. Verum góð hvert við annað. Við verðum öll að þora að fara inn í gin úlfsins; Að láta skoðun okkar í ljós á opinberum vettvangi. Íslenskt samfélag þarf á jákvæðu fólki að halda. Það er ekki gott ef þeir sem vilja vel, þora ekki að tala af ótta við að vera kallaðir fasistar, rasistar, nasistar, forréttindapíkur eða bara hálfvitar. Þá velja nú flestir að sleppa því að tjá sig opinberlega og lifa frekar áfram í friði í sínum innsta hring. En við þurfum að fá að heyra í fleiru jákvæðu fólki, fá bylgju jákvæðni inn í samfélagið okkar. Ekki veitir af. Verum málefnaleg því þá er hlustað Margar ólíkar skoðanir auðga mannlíf okkar og við þurfum ekki að vera sammála um allt. Viðrum hugsanir okkar. Sjáum hvað hinir hafa fram að færa og fáum þannig nýjar hugmyndir, jafnvel leiðir til lausna. Það kemur ekkert gott út úr því þegar „kommenta“ kerfið er stútfullt af persónulegum árásum, niðurrifi og tómri vitleysu! Engum finnst þægilegt að láta kalla sig öllum illum nöfnum á opinberum vettvangi. Ég tek hattinn ofan fyrir þeim sem fara í þingmennsku! Við megum ekki láta neikvæðu öflin hafa vinninginn í þessu landi eða leyfa þeim að þagga niður í alls konar góðum hugmyndum. Landið okkar er á tímamótum. Hvernig við spilum úr stöðunni sem upp er komin núna, leiðir börn þessa lands inn í farsæla framtíð eða vansæla. Við viljum öll kenna börnum okkar að meta fólk eftir hjartalagi en ekki uppruna. Breytingar um alla jörð Heimurinn er að breytast og fólk er að flytja á milli landa. Það tekur á fyrir alla og krefst sveigjanleika og aðlögunarhæfni. Ég veit hvernig það er að búa í erlendu landi og vera atvinnulaus. Það er ekki létt. Íslendingar eru að fá nýja innspýtingu fólks af erlendu bergi sem auðgar mannlífið ef rétt er á málum haldið. Íslensk tunga er þjóðtunga Íslands, það er menningararfur Íslendinga. Ákveðnir töfrar liggja í þessu eldgamla víkingamáli. Já það er krefjandi að læra það. En mjög spennandi að kunna það segja mér erlendir vinir mínir sem æfa sig í að tjá sig á íslensku en ekki á ensku. Þannig komast þeir betur inn í samfélagið, skilja kerfið betur hér og geta bjargað sér. Ísland hefur alla burði til að vera draumaland því hér er gott að búa. Við eigum öll heima hér Menningararfur og þjóðarsjálfsmynd skiptir ekki bara marga Íslendinga máli, heldur einnig þær þjóðir sem setjast hér að en hafa yfirgefið heimalandið sitt í leit að betra lífi. Við eigum öll menningararf að heiman sem okkur þykir vænt um. Það vita þeir sem búið hafa erlendis og finna söknuðinn til gömlu ættjarðarinnar. Miklar breytingar hafa orðið hér á landi undanfarin ár. Við þurfum að staldra við og ákveða hvert við viljum stefna. Hingað kom fullt af erlendu vinnuafli til að starfa í ferðamannaiðnaði en þá þótti nóg að tala ensku. Nú er þetta sama fólk atvinnulaust og leitar að atvinnu í landi þar sem túrisminn er í dvala. Þá er meiri þörf á íslenskukunnáttu því Íslendingar vilja tala móðurmálið sitt á Íslandi. Nú eru erlendir starfsmenn ekki lengur að starfa fyrir erlenda ferðamenn heldur fyrir og með innfæddum. Þá reynir á allt aðra tungumálahæfni. Við getum alveg tekið vel á móti þessum nýju íbúum og boðið þeim fría íslenskukennslu. Hvatt þá til að læra málið okkar. Fyrirtæki eiga að sjá sóma sinn í því að styðja erlent starfsfólk til íslenskunáms. Það leynist auður í allskonar fólki. Íslensk tungumálakunnátta myndi greiða leið margra sem flytja hingað. Það er kjarni málsins; Að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi. Tungumálið er lykillinn að tækifærum í hverju landi. Þýðir ekki að berja hausnum við stein og halda að maður komist áfram á ensku til lengdar á Íslandi eða í öðru norrænu landi. Staðreynd af fenginni reynslu en ekki fordómar! Búum til fallegt samfélag. Prófum að gera það með virðingu fyrir þjóðinni sem bjó áður í landinu. Það getur nefnilega verið erfitt fyrir marga sem aldir voru hér upp í einangruðu einsleitu eyjasamfélagi eins og Íslandi, að venjast gerbreyttu nútímasamfélagi. Til dæmis amma og afi. Sýnum þeim skilning. Komið úr felum gott fólk! Það er örugglega til fullt af góðu fólki í samfélaginu okkar sem skortir hugrekki til opinberra skrifa vegna úlfanna sem bíða í leynum eftir að fá að rífa aðra í sig. Fullt af jákvæðu fólki sem langar til að finna lausnir á þeirri stöðu sem upp er komin á Íslandi gagnvart nýjum íbúum. Fólki sem leitar eftir friði og velsæld fyrir alla íbúa landsins og er með sniðugar hugmyndir. Með kærleikann að vopni svo allir fái að njóta sín hér. Við komumst ekki hjá því að búa til nýtt Ísland, fjölmenningarsamfélag, með virðingu fyrir rótum og uppruna þjóðar sem byggði þetta land og með virðingu fyrir nýjum íbúum landsins. Gott fólk komið úr felum! Birtið fleiri uppbyggjandi greinar frá ykkur á vefmiðlum landsins. Greinar frá allskonar fólki sem hefur eitthvað fallegt fram að færa inn í samfélag okkar. Góðar hugmyndir sem stuðla að friði á milli ólíkra samfélagshópa sem búa á Íslandi í dag. Búum til gott Ísland – Gerum þetta saman!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun