Fyrstar kvenna til að vinna Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 14:30 Lori Locust er í níu manna varnarþjálfarateymi Tampa Bay Buccaneers. Getty/Mary Holt Tvær konur áttu sinn þátt í því að gera Tamba Bay Buccaneers að Ofurskálarmeisturum í nótt þegar liðið vann sigur á Kansas City Chiefs, 31-9. Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13
43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35