Sæti í stefnumótun Íslands til framtíðar Berglind Guðmundsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 17:00 Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég velti oft fyrir mér hvernig ég myndi vilja sjá Ísland fyrir komandi kynslóðir. Ég finn fyrir vaxandi áhuga unga fólksins á vissum málaflokkum, til að nefna orkumálum, náttúruvernd og heilbrigðismálum. En finnst eins og sumir málaflokkanna séu merktir öðrum „reyndari“ og eldri einstaklingum og því eigi unga fólkið ekki að blanda sér í þær umræður. Ég er þó þeirrar skoðunar að unga fólkið eigi að taka virkan þátt í stefnumótun Íslands til framtíðar. Nýsköpunarumræðan Nýsköpun er mikilvæg á öllum sviðum hvort sem um er að ræða í námi, leik eða starfi. Nýsköpun er forsenda framþróunar. Ungt fólk hefur áhuga á því að ræða um nýsköpun og langar að finna hugmyndum sínum farveg til framkvæmda. Áherslur ríkistjórnarinnar á nýsköpun eru skref í rétta átt ef markmiðið er í raun að styðja við og hvetja til nýsköpunar. Stuðningur hins opinbera við frumkvöðla og nýsköpunarstarf, til að mynda sterkari tengsl við atvinnulífið, eigi að mínu mati að felast í digrum nýsköpunarsjóðum frekar en miðstýringu á nýsköpunarstarfi. Það er stundum mín tilfinning að hugmyndirnar og hugvitið skuli koma frá ungmennunum sem hafi svo ekkert að segja um kerfið sem vinnur með málaflokkinn. Menntum alla sem frumkvöðla Til að byrja með þarf að tryggja að skólakerfið mennti í takt við þróun og eftirspurn atvinnulífisins á hverjum tíma og leitast þarf við að efla rannsóknar- og nýsköpunarverkefni á öllum skólastigum. Skapandi greinar þurfa aukið vægi á móti hefðbundnu bóknámi á yngri skólastigum. Gera þarf ráð fyrir því að ungt fólk vilji skapa, framkvæma og framleiða og því þarf að efla þessa hæfni á yngri stigum. Blæti fyrir staðsetningarlausum störfum Lausnir í atvinnumálum felast vitaskuld ekki í því að fjölga opinberum störfum til muna, og stórauka þannig umsvif ríkisins. Heldur að búa svo um hnútana að hér þrífist smá, millistór og stór fyrirtæki af ýmsum toga. Halda skal frekar aftur af ríkisumsvifum og endurskoða skattlagningu á atvinnulífið. Stefna þarf að sjálfbærni ýmissa atvinnugreina og auka umhverfisvernd í atvinnulífinu almennt. Á síðustu misserum virðast allmargir orðnir heitir fyrir því að ræða „störf án staðsetningar“, sér í lagi eftir covid-veturinn. Það liggja mörg tækifæri í aukinni tæknivæðingu atvinnulífins og ber að ýta undir það. Þó vissulega það sé ekki hlutverk hins opinbera að stýra uppbyggingu atvinnulífins heldur tryggja stöðugleika í umhverfi þess. Það er augljóst mál að auka þarf tækifæri unga fólksins á landsbyggðinni til að tryggja að fleiri meti það sem raunverulegan kost að setjast að í heimabyggð- eða flytja burt frá hávaðanum í borginni. Umræðan má því ekki einskorðast við þann möguleika á því að vinna óháð staðsetningu- slíkt er ekki raunhæft og varðar ekki öll störf. Við viljum líka búa útá landi! Efla þarf sérstaklega samkeppnishæfi landshlutanna þannig að það sé raunhæfur og aðlaðandi kostur fyrir ungt fólk að setjast að og fyrirtæki að dreifa starfsemi sinni um landið. Skoða þarf hvort koma skuli á heildarstefnu um atvinnumál ungmenna í takti við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það er nefnilega frábært að búa utan höfuðborgarsvæðisins og það ætti að vera markmið að kynna þann kost betur fyrir ungu fólki. Samkeppnishæfni Íslands Flókið regluverk og þungt skattkerfi hamlar samkeppnishæfni Íslands. Launakostnaður reynist of stórt hlutfall af heildarútgjöldum fyrirtækja. Tryggingargjaldið er enn of hátt og lífeyrissjóðsgreiðslur hafa margfaldast. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni standa höllum fæti og það kemur í hlut ríkisins að bregðast við framangreindum annmörkum sem leiða af sér lakari samkeppnishæfni landsins. Þessir þungu og gríðarstóru málaflokkar eru ekki ungu fólki óviðkomandi og þvert á móti eigum við að eiga sæti við borðið og fá að fjalla um málin út frá okkar forsendum. Þegar móta á stefnu Íslands til framtíðar þá á framtíð Íslands að eiga rödd þar inni. Höfundur er lögfræðingur og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun