Fjallið útlokar ekki að berjast við Tyson Fury ef hann rotar Eddie Hall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:31 Hafþór Júlíus Björnson varð faðir á dögunum og hér sést hann með strákinn sinn sem heitir Stormur Magni Hafþórsson. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur það mikla trúa á sér í hringnum á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næsta bardaga á eftir þessum sem bíður hans í september. Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Aflraunir Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Aflraunir Box Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira