Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 08:51 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira
Hún kveðst ekki eiga von á því að boðað verði til blaðamannafundar í kvöld í kjölfar fundarins með lyfjafyrirtækinu. Þetta kom fram í viðtali við Katrínu í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki undanfarna daga um að samningur við Pfizer um rannsóknina sé í höfn. Því séu mörg hundruð þúsund skammtar af bóluefni á leiðinni til landsins. Þá hefur einnig verið orðrómur um að eitt af skilyrðum Pfizer fyrir rannsókninni sé að hér verði landamærin opnuð. Katrín sagði að opnun landamæranna hefði ekki verið rædd ennþá í þessu samtali en lagði áherslu á að það hefð ekki ennþá komið til tals. „En það er þannig að eftir því sem bólusetningum vindur fram þá munum við sjá tilslakanir hér á Íslandi. Þær verða alltaf gerðar með hagsmuni almennings að leiðarljósi, þannig verður það bara áfram,“ sagði Katrín. Hún sagði ekkert annað að segja um málið en það sem hefur nú þegar komið fram. Aðspurð hvort íslensku vísindamennirnir hefðu umboð frá henni til að ganga frá samningum sagði hún: „Við fylgjumst bara grannt með en það er ekkert meira sem hefur komið út úr þessu en sem komið hefur fram. En ég veit það að það er mikið… þetta er orðið verst geymda leyndarmál Íslandssögunnar getum við sagt en ég get auðvitað ekkert sagt til um það hvað mun koma út úr þessu nákvæmlega.“ Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Sjá meira