Reyna að leita áfram í dag og gamall félagi kemur til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:20 John Snorri ásamt Sadpara-feðgunum. Fjölskyldur Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í um fjóra sólarhringa, hafa ákveðið að leit að þremenningunum verði haldið áfram í dag. Bresk-bandarískur fjallagarpur, sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, aðstoðar nú við leitina. Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag. Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Frá þessu greinir pakistanski miðillinn Dawn í morgun og hefur upp úr tilkynningu frá fjölskyldunum. Þar segir að áður en leit var hætt í gær hafi hún staðið yfir samfellt í „72 erfiðar klukkustundir“. Þá er haft upp úr tilkynningu frá samskiptadeild pakistanska hersins að leitin að þremenningunum haldi áfram í dag þegar, og ef, veður leyfi. Þyrlur urðu frá að hverfa snemma dags í gær vegna erfiðra veðurskilyrða og skyggnis. Engin ummerki fundust um John Snorra og félaga. Fram kemur í frétt Dawn að herinn muni nýta allan tiltækan búnað sinn til leitar í lofti og á jörðu. Erfið skilyrði séu þó til leitarinnar í dag, líkt og í gær; ský hylji fjallstoppinn og skyggni lélegt. Þrátt fyrir það verði „öllum steinum velt“. Þá greinir annar fjölmiðill frá því að reyna eigi að nota C-130 Herkúles-flugvél frá pakistanska hernum við leitina, sem komist hærra en þyrlurnar. Vanessa O'Brien sést hér við hlið John Snorra, þar sem hann situr í neðri röð hægra megin á mynd, á K2 í fyrrasumar.Facebook Fram kemur í yfirlýsingu frá fjölskyldum þremenninganna að þær færi öllum sem aðstoðað hafa við leitina kærar þakkir. Þá stýri Vanessa O‘Brien, bresk-bandarískur fjallagarpur sem fór á tind K2 með John Snorra í fyrra, leitaraðgerðum í gegnum „stafrænar grunnbúðir“ frá Bandaríkjunum. Þá nýti leitarteymið gervihnattarmyndir í háskerpu við leitina. Myndirnar sýni tind fjallsins, sem þyrlur hersins ná ekki til. Daniel Leeb, einum af stofnendum Iceland Space Agency, eru færðar kærar þakkir í þessu samhengi. PRESS RELEASE Skardu, Pakistan 8 February 2021 72-Hour K2 Search Continues Despite Worsening Weather The families of...Posted by MUhammad Ali Sadpara Climber on Mánudagur, 8. febrúar 2021 Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara sem þurfti frá að hverfa úr leiðangrinum fyrir helgi, er enn í grunnbúðum K2 og hefur tekið þátt í leitinni að föður sínum og félögum hans. AP-fréttaveitan hefur eftir honum í dag að hann vonist enn eftir kraftaverki. Þá hafi faðir hans oft boðið fram krafta sína í sambærilegar leitaraðgerðir og bjargað mörgum fjallagörpum. Fjölskylda Johns Snorra sagði í yfirlýsingu til íslenskra fjölmiðla í gær að hún væri vonlítil um að John Snorri og félagar hans séu á lífi en til þeirra sást síðast í fjallinu aðfaranótt föstudags. Erlendir miðlar hafa lýst leitinni í dag sem sérlega tilfinningaþrunginni, þar sem 34 ára afmælisdag Juan Pablo Mohr, eins þremenninganna sem saknað er, beri upp í dag.
Fjallamennska Pakistan John Snorri á K2 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48 Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30 Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
„Þessir menn voru ótrúlegar manneskjur“ „Ég er búinn að bíða með að skrifa þessa færslu í þeirri veiku von um að vinir mínir gætu enn verið á lífi. En það eru núna fjórar nætur síðan ég var með Ali Sadpara, John Snorra og JP Mohr í þriðju búðum á K2 og það hefur ekkert heyrst frá þeim síðan þeir lögðu af stað á toppinn.“ 8. febrúar 2021 18:48
Vonast enn eftir kraftaverki á K2 Einn skipuleggjenda leitarinnar að fjallagörpunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í rúma þrjá sólarhringa, segist enn vonast eftir kraftaverki. Hann segir mikla sorg ríkja í Pakistan vegna málsins en Ali Sadpara er einn farsælasti fjallagarpur í sögu landsins. 8. febrúar 2021 15:30
Eiginkona Johns Snorra: „Þegar myrkrið skellur á í fjallinu er lítil von um að John finnist á lífi“ Lína Móey Bjarnadóttir eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar, sem saknað er á K2 ásamt félögum sínum, segir fjölskylduna gera sér grein fyrir því að vonin um að hópurinn finnist á lífi í fjallinu sé mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra sem send var fjölmiðlum í morgun. 8. febrúar 2021 11:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent