Segja kjánalegt að foreldrar megi fara á barinn en ekki horfa á leiki barna sinna Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 17:30 Það bíða þess sjálfsagt margir spenntir að mega aftur fara á íþróttaleiki. vísir/hag „Þér er treystandi til að vera fullur á bar en ekki til að vera á íþróttakappleik,“ segir Henry Birgir Gunnarsson sem telur íþróttafélög landsins verðskulda tækifæri til að opna hús sín fyrir áhorfendum. „Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
„Það er búið að opna barina, fjölga í leikhúsunum, en ekki verið að hleypa áhorfendum í íþróttahús eða foreldrum á leiki hjá börnunum sínum,“ bendir Henry á í umræðum í Sportinu í dag, um nýjustu sóttvarnareglur heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknis. Reglurnar tóku gildi á mánudag en með þeim jókst leyfilegur hámarksfjöldi áhorfenda í leikhúsum og bíósölum úr 100 í 150 auk þess sem öldurhús máttu opna að nýju eftir langa bið. Áhorfendabann er hins vegar enn í gildi á íþróttaleikjum. Íþróttir virðist vera afgangsstærð Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur rökstutt tillögu sína, sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra samþykkti, með því að á íþróttaviðburðum á Íslandi séu ekki númeruð sæti. Ekki sé skrá yfir það hvar fólk sitji og erfiðara að koma í veg fyrir samgang. „Það sem að slær mig við þetta er að í þessu ferli virðast íþróttir enn og aftur vera afgangsstærð þegar það er verið að ákveða sóttvarnareglur og breytingar á þeim. Við höfum séð að íþróttir eru mjög aftarlega á merinni þegar kemur að ákvarðanatökunni og stundum hef ég á tilfinningunni að Þórólfur og Svandís viti ekki hvað íþróttir eru. Þær bara eru ekki til umræðu. Algjör afgangsstærð,“ segir Henry Birgir sem ræddi málið við Kjartan Atla og Rikka G í Sportinu í dag. Umræðuna má heyra hér að neðan en hún hefst eftir 27 og hálfa mínútu. Henry segir félögin verðskulda að prófað sé að leyfa þó ekki væri nema fimmtíu áhorfendur á leik: „Ég hefði bara viljað sjá fyrsta skrefið. Fimmtíu eða hundrað manns. Gefðu félögunum tækifæri á að sýna að þau geti skipulagt þetta, verið með númeruð sæti, skipulagt gæslu. Sýna að þeim sé treystandi. Réttu út höndina. Ef það er hægt að fjölga í leikhúsi og hleypa inn á bari, taktu þá alla vega lítið skref [fyrir íþróttirnar]. Fimmtíu manns sem hægt er að dreifa um salinn. Það munar um þetta. Og að foreldrar geti ekki farið á leiki í yngri flokkum hjá börnunum sínum, en farið á barinn á kvöldin og hellt sig fulla, það er bara kjánalegt. Og enn heyrist ekki múkk, hvorki hósti né stuna, frá ÍSÍ. Ég er orðinn svo þreyttur á þessu, að íþróttir mæti alltaf afgangi og félögin fái ekki tækifæri til að sýna að þau séu traustsins verð,“ segir Henry. Kjartan Atli tekur sérstaklega undir það að skoða ætti hvort foreldrar mættu ekki horfa á leiki hjá börnunum sínum. Það hafi til að mynda skotið skökku við að foreldrar þyrftu að bíða saman í Hyrnunni eða sundi í stað þess að sitja á áhorfendapöllum, á meðan að börnin þeirra spiluðu körfubolta við Skallagrím í Borgarnesi um daginn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan eða með því að smella hér. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Seinni bylgjan Íþróttir barna Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira