Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. febrúar 2021 20:00 Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Alþingi Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Tíu stærstu útgerðirnar fara með meira en helming kvótans og 20 stærstu meira en 70% kvótans. Ofan á þetta bætist svo eignarhald þessara útgerðarisa í öðrum útgerðum. Fyrir rúmum 20 árum voru samþykktar lagabreytingar sem ætlað var að vinna sérstaklega gegn samþjöppun aflahlutdeildar. Samþjöppun var talin skaðleg vegna mikilvægis fiskveiða fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni myndi þýða meiri völd fárra í þjóðfélaginu en heilbrigt væri og of sterka stöðu þeirra gagnvart stjórnvöldum. Samþjöppun kæmi einnig í veg fyrir samkeppni og hamlaði nauðsynlegri endurnýjun. Þá var bent á að samþjöppun gæti beinlínis unnið gegn þjóðarhag, sérstaklega ef viðkomandi stæðu sig ekki í því að skapa sem mest verðmæti úr auðlindinni. Tilfærsla milli byggða myndi skaða sveitarfélög og tilfærsla milli útgerðarflokka gæti leitt til þess að minni útgerðir færu halloka. Á þessu öllu áttu lögin að taka. En lögin hafa ekki náð tilgangi sínum. Enda má samkvæmt þeim einn aðili ráða yfir 12% kvótans, og því til viðbótar eiga 49,99% hlut í öllum hinum fyrirtækjunum sem ráða yfir þeim 88% sem út af standa. Þannig getur einn aðili átt hlutdeild í meira en helmingi kvótans sem árlega er úthlutað. Þessi túlkun á lögunum gengur þvert á anda þeirra. Endurskoða þarf lögin strax. Í skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni sem ég átti sæti í, eru tillögur um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun þar sem fjallað er um tengda aðila. Fyrirmyndin er í lögum um fjármálamarkaði. Verkefnastjórnin leggur til að lögunum um fiskveiðistjórnun verði breytt þannig: Skilgreining á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sambúðarfólks og barna þeirra. Ákveðin stjórnunartengsl milli fyrirtækja leiði til þess að fyrirtækin séu talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagnstæða. Skilgreint verði hvað felst í raunverulegum yfirráðum. Aðilar sem ráða meira en 6% af aflahlutdeild eða 2,5% af krókaflahlutdeild skulu tilkynna til Fiskistofu áætlaðan samruna, kaup í félagi sem ræður yfir hlutdeild eða kaup á hlutdeild og koma kaupin ekki til framkvæmda nema samþykki Fiskistofu liggi fyrir. Fiskistofu verði veittar auknar heimildir til að afla gagna. En þessar breytingar eru ekki nóg. Í nýjum lögum um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja er miðað við 25% beinan eða óbeinan eignarhlut til að aðilar teljast tengdir eða aðili teljist raunverulegur eigandi. Upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja eru ávallt aðgengilegar almenningi og ef sami háttur væri hafður á um fyrirtæki í sjávarútvegi og yfirráð yfir kvóta væri auðvelt að hafa eftirlit með því hvort farið er yfir 12% hámarkið. Meirihlutaeign, eins og er í núverandi lögum, er allt of rúmt viðmið og leiðir af sér samþjöppun og óheillaþróun í nýtingu fiskveiðiauðlindar þjóðarinnar. Samþjöppun leiðir af sér fábreytt útgerðarform, aukna kerfislæga áhættu og getur leitt til einokunar. Stór útgerðarfyrirtæki hér á landi eru í raun rekin sameiginlega og hafa samráð um veiðar, vinnslu og sölu afurða. Það er nauðsynlegt að vinna gegn slíkri samþjöppun og því að stóru útgerðarfyrirtækin verði svo stór að völd þeirra og áhrif í þjóðfélaginu verði óeðlileg og vinni gegn almannahag. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Sögulegar lexíur: Jafnvægi milli sérkennslu fyrir innflytjendur og félagslegrar samþættingar Anna Kristín Jensdóttir Skoðun