„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 13:31 Cloé Lacasse skoraði grimmt fyrir ÍBV á árunum 2015-19. Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018. EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018.
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira