Það þarf hugrekki til að framkvæma Theodóra Listalín Þrastardóttir skrifar 11. febrúar 2021 19:42 Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið gengið gróflega á auðlindir náttúrunnar síðastliðna áratugi og hefur það skilað sér í hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Spurningin er ekki lengur - hvernig forðumst við hnattræna hlýnun?, því hún er þegar hafin og er hér til að vera. Spurningin er hvernig drögum við úr sem mestri áhættu sem af henni stendur? Þessi umræða getur verið þung og illskiljanleg. Ég get sagt fyrir mitt leyti að ég vildi láta lítið á mér bera fyrst um sinn, þar sem ég þekkti ekki mikið til málefnisins, og það eru líklegast nokkrir þarna úti sem geta mögulega tengt við það og hafa bara forðast málefnið algjörlega. Þann 28. janúar síðastliðinn hélt Festa uppá sína árlegu ráðstefnu, Janúarráðstefnu Festu sem fór fram í streymi. Og kosturinn var sá að hægt var að miðla efninu víða, jafnvel til þeirra sem þekkja minna til og vilja fræðast betur. Yfirskriftin var Nýtt Upphaf og vísar í tækifærið sem okkur er gefið til að endurræsa kerfin okkar og samfélag á sjálfbærari máta en áður fyrr. Sérfræðingar erlendis frá voru með erindi, sem og að heiman úr einka-og opinbera geiranum. Margir góðir gullmolar komu fram og nefna má sterk skilaboð frá Höllu Tómasdóttur, forstjóri B Team og Sasja Beslik, forstjóri sjálfbærra fjárfestinga hjá J. Sarasin Bank, um að tími væri komin til að endurskoða tengsl fjármálageirans við umhverfið. Nicole Schwab frá World Economic Forum nefndi í erindi sínu að $ 44 trilljón Bandaríkjadala, eða helmingur af hagkerfi heimsins, er háður náttúruöflunum. Rakel Eva Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Deloitte, lagði fram könnun fyrir helstu stjórnendur 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi og þar kemur í ljós að meirihluti þeirra telur að hnattræn hlýnun hafi áhrif á viðskiptavini þeirra, og eru komnar meiri kröfur frá neytendum um sjálfbærar fjárfestingar miðað við frásagnir panel gesta. Það er ljóst að krafan er þarna úti og hún hefur aldrei verið sterkari og mun aukast með tímanum. Þau fyrirtæki sem hoppa á vagninn eru þau sem munu lifa af til lengri tíma. Núna höfum við rætt nóg og við höfum öll tólin sem við þurfum til að framkvæma. Rannsóknir hafa staðið yfir í 30 ár og við þurfum ekki 30 ár í viðbót, eins og Stefanía G. Halldórsdóttir, fjárfestingarstjóri hjá Eyrir Venture Management tók fram. Það sem stóð uppúr að mínu mati var þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka sagði að hún hafði verið feimin að ræða umhverfismál þar sem hún þekkti lítið til þeirra, en hafi tekið ákvörðun um að ræða þau þrátt fyrir að hún sé ekki með allt á hreinu. Það er mikilvægur punktur til að tileinka sér, því við þurfum ekki fleiri fullkomna aktívista, heldur fleiri ófullkomna einstaklinga sem vilja læra og standa sig betur. Það tengist erindi Michele Wucker vel þar sem hún talaði um fyrirbærið gráa nashyrningin (e. gray rhino) en það lýsir sér stuttlega þannig að við eigum oft erfitt með að horfast í augu við stórar hættur sem blasa við okkur, líkt og að stór grár nashyrningur sé á hraðaspretti að nálgast og við forðum okkur oft ekki úr vegi fyrr en hættan er byrjuð að traðka á okkur. En best væri auðvitað að klifra á bakið á honum og temja hann. Til að takast á við breytingar þarf hugrekki. Það þarf að temja nashyrninginn. Því, eins og Jón L. Árnason framkvæmdarstjóri Lífsverks komst að orði í einum panel ráðstefnunnar, hvaða máli mun það skipta að hafa örlítið meiri pening inn á bankabókinni ef jörðin er ónýt? Ef það er eitthvað sem ætti að sitja eftir hjá okkur eftir Janúarráðstefnu Festu er það hvatningin til að sýna hugrekki. Það þarf kjark og staðfestu til að takast á við þessar breytingar þrátt fyrir að vera ekki sá einstaklingur sem er mest sjóaður í málefninu. Það þarf einstaklinga sem þora að framkvæma og hugsa til langs tíma með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. En þessir leiðtogar þurfa ekki að vera framkvæmdarstjórar, ráðherrar eða stjórnendur, allir geta verið leiðtogar í þessari baráttu – og það eru sérstaklega ungt fólk sem hafa sannað sig sem sterkir leiðtogar. Því við höfum það öll innra með okkur að láta gott af okkur leiða til að gera jörðina að betri stað til að búa á fyrir alla. Við höfum sýnt og sannað síðastliðið ár að við erum öll saman í þessu, og þá vil ég vera bjartsýn og segja að það sé engin hindrun sem við getum ekki unnið bug á. Theodóra Listalín Þrastardóttir
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun