Formúlustjarnan lenti í hjólreiðaslysi í Ölpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2021 08:32 Fernando Alonso var í hjólreiðatúr þegar hann lenti í slysinu. Getty/Dan Istitene Fernando Alonso ætlaði að snúa aftur í formúlu eitt í mars eftir tveggja ára fjarveru en gæti nú misst af byrjun formúlu eitt tímabilsins eftir að hafa lent í óhappi í Ölpunum. Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið. Formúla Sviss Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Fernando Alonso lenti í hjólreiðaslysi í Sviss en samkvæmt upplýsingum frá formúlu liði hans Alpine þá er spænski ökukappinn með meðvitund og líður vel eftir atvikum. Alonso þarf að ganga undir frekar rannsóknir í dag en ekki er á hreinu hvort hann sé inn á sjúkrahúsi eða ekki. Fernando Alonso: Two-time Formula One champion 'conscious' and 'well' after cycling crash https://t.co/V7SnliXBI7— Sky News (@SkyNews) February 11, 2021 Heimildarmenn breska ríkisútvarpsins segja að Alonso hafi orðið fyrir bíl þar sem hann var að hjóla nærri heimili sínu í Lugano í Sviss. Sömu heimildir herma að Alonso sé kjálkabrotinn. Vegna þessa sé hann á leiðinni til sérfræðings í slíkum meiðslum í Bern. Keppnistímabilið í formúlu eitt hefst í mars og það gæti því farið svo að Fernando Alonso missi af byrjun þess. F1 great Fernando Alonso has been hospitalised after being hit by a car whilst cyclingGet well soon, Fernando!https://t.co/YC1eFm1Xa7— talkSPORT (@talkSPORT) February 11, 2021 Fernando Alonso varð tvisvar sinnum heimsmeistari í formúlu eitt, árin 2005 og 2006, en hann hætti í formúlunni eftir 2018 tímabilið. Hann var þá að klára sitt fjórða tímabil með McLaren. Alonso hefur samt verið að keppa síðan á öðrum vígstöðvum. Hann vann Le Mans ökukeppnina, vann heimsmeistaratitil FIA World Endurance auk þess að keppa í Indianapolis 500 og Dakar rallýinu. Alonso sagðist þegar hann tilkynnti um endurkomu sína að hann elski að keyra og keppa og að hann vonaðist til að Alpine liðið verði samkeppnishæft með nýjum reglum sem verða teknar upp árið 2022. Alpine er gamla Renault liðið.
Formúla Sviss Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira