Ætti ég að tilkynna til barnaverndar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:31 112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun