Ætti ég að tilkynna til barnaverndar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 13:31 112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Börn og uppeldi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
112 dagurinn í ár var helgaður öryggi og velferð barna og ungmenna. Hefur þú einhvern tímann haft áhyggjur af velferð barns? Hvað gerðir þú í málinu? Hefur þú lesið yfir hvað sé tilkynningaskylt til barnaverndar? Nýlega varð ég vör við mikinn æsing á umræðuþræði í stórum fésbókarhópi. Tilefnið var að einhver hafði tilkynnt móður til barnaverndar í kjölfar þess að hún birti mynd af barninu sínu í hópnum til að leita ráða með ákveðin einkenni sem sáust á myndinni. Móðirin var mjög sár yfir því að hafa verið tilkynnt vegna myndarinnar og mér sýndust flest ummælin snúast um að verja þessa móður og krossfesta þann sem hafði tilkynnt athæfið. Að einhverjum skyldi DETTA Í HUG að tilkynna til barnaverndar fyrir eitthvað sem var AUGLJÓSLEGA ekki skaðlegt fyrir barnið. Mig langar að ræða þessi viðbrögð við tilkynningu til barnaverndar, í stærra samhengi. Stundum finnst okkur augljóst að tilkynna þurfi til barnaverndar. Til dæmis ef við komum að áfengisdauðu foreldri heima með lítil börn eða ef barn mætir með stóran marblett á auga og segir að mamma sín hafi kýlt sig. Ég hef samt heyrt af sambærilegum atvikum þar sem enginn sendi tilkynningu til barnaverndar. En skoðum frekar þau atvik þar sem grunur vaknar um að eitthvað gæti verið í ólagi í aðstæðum eða hegðun barns, en við erum ekki viss. Hvað ef barn mætir ítrekað of seint í skólann, er stundum ekki með nesti, gengur illa að sinna heimalestri og er oft illa klætt í útiveru? Hvað ef þú sérð föður missa stjórn á skapi sínu við barn í Kringlunni og grípa harkalega í handlegginn á því? Er þetta tilkynningaskylt? Er um að ræða undantekningu eða reglu? Eru aðstæður ennþá verri heima? Hvað skal gera? Tilkynna? Tala við foreldrið? Eða bíða bara og sjá til? Tilkynningar til barnaverndar snúast oftar en ekki um óvissu, enda eru þær tilkynningar um grun, ekki ásakanir fyrir dómstólum. Þú ert að vita að óvissa sé til staðar og biðja um að kannað verði hvort að ástæða sé til afskipta. Þú átt ekki að reyna að leysa úr þessari óvissu eða bíða eftir að hún leysist áður en þú tilkynnir. Barnavernd er könnunaraðilinn, ekki þú. Þegar við erum óviss um hvort við eigum að tilkynna, ER ástæða til að tilkynna. Það er óvissan sem þú ert að tilkynna, ekkert annað. Ef þú óttast að vera krossfest fyrir að tilkynna aðstæður barns, skaltu muna þetta; fyrir hverja fullorðna manneskju sem þú hlífir við þeim óþægindum að fá bréf frá barnaverndarfulltrúa að ósekju, þá er barnsem þurfti á afskiptum barnaverndar að halda, en fær ekki aðstoð vegna þess að enginn taldi sig nógu vissan til að tilkynna. Þess vegna vil ég biðla til foreldra sem eru tilkynntir til barnaverndar að ósekju að verða ekki reiðir og byrja að sakast við tilefnið eða þann sem tilkynnti, heldur muna að til þess að grípa sem flest börn sem á þurfa að halda verða óhjákvæmilega sumir foreldrar tilkynntir vegna einhvers sem reynist ekki þarfnast afskipta. Barnavernd er ekki gamla grýlan sem sumar eldri kynslóðir hafa reynslu af, sem betur fer. Ég hef unnið á skólaskrifstofu, heilsugæslu og á sálfræðistofu með börnum og foreldrum í ellefu ár og hitt margar fjölskyldur sem njóta aðstoðar og stuðnings barnaverndar. Hættum að skrýmslavæða barnavernd eða líta á tilkynningu sem áfellisdóm. Barnæskan er dýrmæt og viðkvæm, hún leggur grunn að allri okkar framtíð. Við fullorðna fólkið eigum að girða okkur í brók og tilkynna grun/óvissu, ALLTAF. Við erum ekki könnunaraðilar, við eigum ekki að vita hvort ástæða sé til að tilkynna, það er hlutverk barnaverndar. Höfundur er sálfræðingur og stjórnandi á Litlu kvíðameðferðarstöðinni.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun