Það er alltaf leið út úr þessu völundarhúsi Ritstjórn Albumm skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Tónlistarmennirnir YAMBI og Jörgen hafa gefið út sitt fyrsta lag saman. Lagið er grípandi danslag sem ætti að koma öllum í gírinn þennan föstudag. Sérstaklega núna þegar skemmtistaðirnir hafa loksins opnað á ný. Yambi hefur vakið athygli síðustu ár fyrir tónlist sína. Hann er rúmlega þrítugur og heitir Bjarni Freyr Pétursson. Fyrir nokkrum misserum kynntist hann kólumbíska pródúsentinum og plötusnúðnum Jörgen. Sá er fluttur hingað til lands og vinna þeir nú saman að nýrri tónlist. Fyrsta lagið sem þeir gefa saman út heitir Maze og varð til í fyrstu ferð þeirra saman í stúdíóið. „Þetta lag einhvern veginn kom til okkar. Við bara settumst niður og áður en við vissum var lagið komið. Við höfðum aldrei áður unnið saman og höfðum í raun litla hugmynd fyrir fram um hvað við ætluðum að gera. Við vissum bara að við vildum gera danstónlist. Það var bara einhvern veginn eins og þessu væri ætlað að gerast,” – segir YAMBI. Þá er textinn í laginu grípandi. Hann endurspeglar margt í umræðunni núna um andlega líðan og mikilvægi þess að finna ljósið í myrkrinu. „Textinn kom líka bara þegar við sátum saman þessa kvöldstund. Hann fjallar um þessa baráttu sem við þekkjum mörg við kvíða og þunglyndi. Þessar tilfinningar að finnast maður vera öðruvísi en allir aðrir í kringum mann og að upplifa sig fastan og vita ekki hvernig maður kemst úr aðstæðunum. Þetta völundarhús sem við týnumst í mörg hver. Allir upplifa erfiðleika og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og svo er það þessi endalausa leit af tilganginum með þessu öllu.” Þá eru ákveðin skilaboð fólgin í laginu „Þau er í raun það að það er alltaf leið út úr þessu völundarhúsi þó það líti ekki alltaf þannig út. Ég held að margir geti tengt við margt í textanum,” segir YAMBI. Þeir félagar vonast til að lagið gleðji fólk, fái það til að dansa og skynja fegurðina sem getur komið út úr myrkrinu ef maður berst. Þetta lag er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal frá þeim félögum því það er hellingur af nýju efni á leiðinni frá þeim. Fylgstu með Yamba á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið
Yambi hefur vakið athygli síðustu ár fyrir tónlist sína. Hann er rúmlega þrítugur og heitir Bjarni Freyr Pétursson. Fyrir nokkrum misserum kynntist hann kólumbíska pródúsentinum og plötusnúðnum Jörgen. Sá er fluttur hingað til lands og vinna þeir nú saman að nýrri tónlist. Fyrsta lagið sem þeir gefa saman út heitir Maze og varð til í fyrstu ferð þeirra saman í stúdíóið. „Þetta lag einhvern veginn kom til okkar. Við bara settumst niður og áður en við vissum var lagið komið. Við höfðum aldrei áður unnið saman og höfðum í raun litla hugmynd fyrir fram um hvað við ætluðum að gera. Við vissum bara að við vildum gera danstónlist. Það var bara einhvern veginn eins og þessu væri ætlað að gerast,” – segir YAMBI. Þá er textinn í laginu grípandi. Hann endurspeglar margt í umræðunni núna um andlega líðan og mikilvægi þess að finna ljósið í myrkrinu. „Textinn kom líka bara þegar við sátum saman þessa kvöldstund. Hann fjallar um þessa baráttu sem við þekkjum mörg við kvíða og þunglyndi. Þessar tilfinningar að finnast maður vera öðruvísi en allir aðrir í kringum mann og að upplifa sig fastan og vita ekki hvernig maður kemst úr aðstæðunum. Þetta völundarhús sem við týnumst í mörg hver. Allir upplifa erfiðleika og þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og svo er það þessi endalausa leit af tilganginum með þessu öllu.” Þá eru ákveðin skilaboð fólgin í laginu „Þau er í raun það að það er alltaf leið út úr þessu völundarhúsi þó það líti ekki alltaf þannig út. Ég held að margir geti tengt við margt í textanum,” segir YAMBI. Þeir félagar vonast til að lagið gleðji fólk, fái það til að dansa og skynja fegurðina sem getur komið út úr myrkrinu ef maður berst. Þetta lag er aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal frá þeim félögum því það er hellingur af nýju efni á leiðinni frá þeim. Fylgstu með Yamba á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið