Fótbolti

Aron Jóhanns­son á leið til Pól­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron er mættur í læknisskoðun til Póllands.
Aron er mættur í læknisskoðun til Póllands. @LechPoznan

Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er á leið til pólska úrvalsdeildarfélagsins Lech Poznan. Gaf félagið það út á samfélagsmiðlum sínum í dag þar sem má sjá Aron í læknisskoðun.

Aron mun skrifa undir eins og hálfs árs samning við félagið með möguleika á framlengingu að því loknu. Hinn þrítugi sóknarmaður átti gott tímabil með Hammarby í Svíþjóð á síðustu leiktíð en hann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár.

Skoraði hann tólf mörk í 22 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni og nú hefur Lech Poznan ákveðið að Aron sé rétti maðurinn til að fríska upp á sóknarleik liðsins. Liðið er í 10. sæti af 16 í Póllandi með 19 stig að loknum 16 leikjum.

Aron er enn í myndinni hjá landsliði Bandaríkjanna en hann ákvað á sínum tíma að spila fyrir bandaríska landsliðinu frekar en því íslenska. Hann hefur ekki leikið með liðinu í nokkur ár enda lítið náð að spila vegna endalausara meiðsla.

Aron hefur spilað alls 19 landsleiki fyrir Bandaríkin og skorað fjögur mörk. Hann skoraði á sínum tíma eitt mark í tíu leikjum fyrir íslenska U21 landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×