Þrífættur hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2021 20:03 Tíkin Zenta á bænum Árbæjarhjáleiga, sem fer um allt á löppunum sínum þremur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Zenta er magnaður hundur á bænum Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárþingi ytra því hún er aðeins með þrjár lappir en lætur það ekki aftra sig við að gera alla hluti eins og hún gerði áður þegar hún var með sínar fjórar lappir. Zenta er níu ára Labrador en hún varð fyrir því óhappi í haust að hestur sparkaði í hana, sem varð til þess að það þurfti að fá dýralækni til að taka hægri afturlöppina. Það var erfið ákvörðun fyrir eigenda hennar en það kom þó aldrei neitt annað til greina því hún hafði ný gotið nokkrum hvolpum og þurfti að hugsa um þá. "Já, hún fer um á þremur löppum og leikur sér að því og er ansi mögnuð. Hún var fljót að jafna sig og notar í raun vinstri löppina, hún miðjusetur hana þegar hún fer um í staðin fyrir að vera með tvær,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eigandi Zentu. „Hún var með þriggja vikna hvolpa þegar þetta gerist og var náttúrlega mjólkandi og þurfti að sinna þeim, það komu fimm hvolpar, við eigum hér tvær eftir hjá okkur,“ bætir Eiríkur við. Það eru þær Skvísa og Rúsí, sem elska það að leika sér saman og við mömmu sína. En er lappaleysið að há Zentu á einhvern hátt? Eiríkur Vilhelm og Zenta eru bestu vinir og gera meira og minna alla hluti saman heima í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Jú, auðvitað gerir það það, hún fer ekki alveg eins hratt um á þremur eins og á fjórum en hún virðist hvergi kveinka sér að finna til þannig að því leyti háir það henni ekki og svo fær hún bara verkefni við hæfi.“ En heldur Eiríkur að Zenta eigi bjarta framtíð? „Já, það er engin spurning, hún er mjög góður heimilishundur og smalahundur og hún gerir allt svo vel, sem hún gerir.“ Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Zenta er níu ára Labrador en hún varð fyrir því óhappi í haust að hestur sparkaði í hana, sem varð til þess að það þurfti að fá dýralækni til að taka hægri afturlöppina. Það var erfið ákvörðun fyrir eigenda hennar en það kom þó aldrei neitt annað til greina því hún hafði ný gotið nokkrum hvolpum og þurfti að hugsa um þá. "Já, hún fer um á þremur löppum og leikur sér að því og er ansi mögnuð. Hún var fljót að jafna sig og notar í raun vinstri löppina, hún miðjusetur hana þegar hún fer um í staðin fyrir að vera með tvær,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðsson, eigandi Zentu. „Hún var með þriggja vikna hvolpa þegar þetta gerist og var náttúrlega mjólkandi og þurfti að sinna þeim, það komu fimm hvolpar, við eigum hér tvær eftir hjá okkur,“ bætir Eiríkur við. Það eru þær Skvísa og Rúsí, sem elska það að leika sér saman og við mömmu sína. En er lappaleysið að há Zentu á einhvern hátt? Eiríkur Vilhelm og Zenta eru bestu vinir og gera meira og minna alla hluti saman heima í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Jú, auðvitað gerir það það, hún fer ekki alveg eins hratt um á þremur eins og á fjórum en hún virðist hvergi kveinka sér að finna til þannig að því leyti háir það henni ekki og svo fær hún bara verkefni við hæfi.“ En heldur Eiríkur að Zenta eigi bjarta framtíð? „Já, það er engin spurning, hún er mjög góður heimilishundur og smalahundur og hún gerir allt svo vel, sem hún gerir.“
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira