Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa.
Eins og staðan er núna er ekki talin þörf á frekari aðgerðum. Vel er fylgst með aðstæðum á svæðinu og munu sérfræðingar á ofanflóðavakt funda aftur klukkan sex í kvöld þar sem staðan verður endurmetin.
Stytta ætti upp í nótt, á milli fjögur og fimm, en þangað til verður mikil rigning.