Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 14:32 Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúa Seyðisfjarðar hafa brugðist við ástandinu í bænum af fádæma æðruleysi. Hann á ekki von á að öryggistilfinning bæjarbúa komi fyrr en nýtt hættumat liggi fyrir. Vísir/Egill Aðalsteinsson/ Vilhelm Gunnarsson Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“ Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Í morgun bárust þær fréttir að Veðurstofa Íslands hefði aflétt hættustigi vegna snjóflóðahættu. Fólk, til heimilis á reitum 4 og 6 skv. rýmingakorti, fékk því að snúa aftur til síns heima. Í dag er útlit fyrir að verði úrkomulítið á Austurlandi en áfram verður þó hlýtt í veðri með áframhaldandi leysingu. Af þeim sökum verður óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi enn um sinn. Klukkan fimm síðdegis er á dagskrá íbúafundur sem verður streymt á Facebooksíðu Múlaþings þar sem fólk verður upplýst um stöðu mála. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, segir íbúafundina mikilvægir til að halda öllum upplýstum og á sömu blaðsíðu. „Ég held margir séu orðnir langþreyttir á ástandinu en hins vegar eru Seyðfirðingar hörkutól. Þetta er náttúrulega ástand – yfirvofandi snjóflóðahætta – sem margir íbúanna hafa búið við árum saman og það kannski auðveldar þeim að takast á við þetta. Nú leggjast allir á eitt að koma daglegu lífi í eðlilegt horf eftir það sem á undan er gengið.“ Verkefnið fram undan sé að nýta hvert tækifæri sem gefst til áframhaldandi hreinsunar-og uppbyggingarstarfs. „Það sem skiptir öllu máli fyrir okkur er að við komum aftur undir okkur fótunum í atvinnulífinu; að við komum aftur af stað þessu öfluga og fjölbreytta atvinnulífi sem var og er á Seyðisfirði. Það skiptir gríðarlega miklu máli.“ Gauti segir að margir hafi glatað sinni öryggistilfinningu þegar aurskriðurnar féllu með mikilli eyðileggingu í desember. Viðbragðsaðilar og stofnanir sem að málum koma hafi staðið sig vel. „Þessi viðbótarvöktun sem er í gangi hérna verður til þess að auka öryggi íbúanna. En fullkomið öryggi og fullkomin ró næst ekki fyrr en búið verður að komast til botns í þessu nýja hættumati. Og við bara bíðum eftir niðurstöðum þess.“
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20 Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
215 milljónir til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði Ríkisstjórnin hefur ákveðið að gera samkomulag til þriggja ára við sveitarfélagið Múlaþing og Austurbrú, samstarfsvettvang stjórnsýslu á Austurlandi, um uppbyggingu atvinnulífs á Seyðisfirði. Verkefninu fylgir 215 milljóna framlag á næstu þremur árum. 12. febrúar 2021 13:20
Fjögur hús á Seyðisfirði verða ekki aftur íbúðarhús Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum síðdegis að óska eftir stuðningi Ofanflóðasjóðs við uppkaup fjögurra húseigna á Seyðisfirði. Um er að ræða byggðina við Stöðvarlæk, fjögur hús við Hafnargötu. 1. febrúar 2021 18:23