„Eitt svona mál er bara einu máli of mikið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 15:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Egill Aðalsteinsson Eltihrellar gætu átt von á allt að fjögurra ára fangelsisvist, nú eftir að Alþingi hefur samþykkt sérstök lög um umsáturseinelti. Um sex prósent landsmanna varð fyrir barðinu á eltihrelli árið 2019. Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mikilvægt að grípa til aðgerða. Hvert mál sé máli of mikið. Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Frumvarpið var lagt fram af dómsmálaráðherra í október og samþykkt samhljóða á Alþingi á föstudag. Um er að ræða viðbót við almenn hegningarlög þar sem segir að hver sem endurtekið hótar, fylgist með, setur sig í samband við eða situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. „Þetta er auðvitað allt gert til að tryggja vernd fólks til að ganga um þetta samfélag óáreitt og það er það sem við viljum tryggja. Við höfum heyrt of margar sögur um það að núverandi ákvæði hafi ekki dugað,” segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Nálgunarbann dugað skammt Nálgunarbann hefur hingað til dugað skammt í þessum aðstæðum og litlir eftirmálar á brotum gegn nálgunarbanni aðrir en sektargreiðslur í ákveðnum tilfellum. Áslaug Arna segir að fólk hafi getað fundið glufur á lögum um nálgunarbann og því hafi þurft að bregðast við. „Oft á tíðum sér fólk sér leik á borð og finnur þær glufur sem eru á því og það er þess vegna sem þetta ákvæði er nauðsynlegt,” segir hún. Heimildir í lögum séu nú orðnar víðtækari til að bregðast við hvers kyns umsátri eða ofsóknum. „Við höfum séð dæmi þess og umfjöllun í fjölmiðlum um mál þar sem kannski er verið að skilja eftir einhverjar vísbendingar eða sitja um einhverja manneskju eða slíkt án þess að það sé beinlínis hótun eða ofbeldi en getur valdið manneskju mikilli hræðslu eða kvíða og skert lífsgæði hennar.” Könnun ríkislögreglustjóra sem var birt í janúar 2021. Í könnun sem unnin var fyrir ríkislögreglustjóra í fyrra sögðust sex prósent landsmanna hafa orðið fyrir því að einstaklingur hafi ítrekað eða endurtekið sýnt af sér hegðun sem gæti flokkast sem eltihrelli. Algengasta tegund hegðunarinnar var að viðkomandi hafði samband á óvelkominn hátt miðað við samband þeirra, og næst algengast voru ógnandi tilburðir. Algengustu tengsl voru kunningjar, yfirmenn eða vinnufélagar og ókunnugir komu þar á eftir. „Eitt svona mál er bara einu máli of mikið,” segir Áslaug Arna, sem fagnar því að frumvarp hennar hafi fengið fram að ganga.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31 Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Eltihrellum verði refsað með allt að fjögurra ára fangelsi Lagt er til að allt að fjögurra ára fangelsi liggi við svonefndu umsáturseinelti í drögum að frumvarpi um breytingar á almennum hegningarlögum sem dómsmálaráðherra hefur sent til umsagnar. Nýja ákvæðinu er ætlað að treysta frekar vernd kvenna og barna. 1. september 2020 18:31
Í klóm ofbeldis Fjöldi kvenna leitar skjóls í Kvennaathvarfinu þegar heimilisaðstæður eru hættulegar og ofbeldismaður á heimilinu. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lög um nálgunarbann þurfi að endurskoða. Refsingar við broti gegn því séu of vægar og veikar. 2. maí 2019 08:00