Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2021 20:50 Rannveig Rist, forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Egill Aðalsteinsson Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. Mörgum var brugðið, ekki síst fimmhundruð starfsmönnum í Straumsvík, þegar eigandinn Rio Tinto hótaði lokun álversins í febrúar í fyrra og hóf jafnframt opinberar skylmingar við Landsvirkjun. En í dag náðist sátt með undirritun nýs raforkusamnings sem eyðir óvissu um rekstur álversins. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir raforkusamninginn í dag. Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Rio Tinto á íslandi, og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsnets. „Já, þeirri óvissu er eytt. Við náðum samkomulagi við Landsvirkjun sem gerir okkur samkeppnishæf, - vegna þess að raforkuverðið er komið á þann stað að við erum samkeppnishæf. Og það léttir þá af óvissu um lokunina. Og við munum setja verksmiðjuna á fullan kraft aftur,“ segir Rannveig í viðtali við Stöð 2. „Við förum upp í full afköst. Við erum búin að vera á minnkuðum afköstum núna um allt of langt skeið og núna förum við á fulla ferð aftur.“ Frá ÍSAL í Straumsvík, álveri Rio Tinto.Vilhelm Í sameiginlegri fréttatilkynningu fagna báðir aðilar en trúnaður ríkir áfram um orkuverðið. Þó er upplýst að tekin er á ný upp tenging við álverð en að litlum hluta. Þá er samningurinn áfram tengdur við bandaríkjadal og vísitölu í Bandaríkjunum. „En að hluta til tengdur við álverð sem hjálpar okkur á erfiðum tímum. Síðan er allskonar sveigjanleiki í honum sem hjálpar Landsvirkjun. Þannig að það er í þessum samningi „win-win“ fyrir báða aðila og kemur báðum aðilum vel. En hann er trúnaðarmál, þessi samningur, þannig að það er ekki hægt að greina nákvæmar frá því,“ segir Rannveig. Hún segir að starfsmönnum í Straumsvík sé létt. „Já, það er léttir hjá okkur. Þetta er búið að liggja á okkur eins og farg í dálítið langan tíma og þessi óvissa verður alltaf meiri og meiri eftir því sem tíminn líður. Þannig að það er mikill léttir að þessu skyldi ljúka og það skyldi takast að ná þessu samkomulagi. Það er mjög mikill léttir og mikill gleðidagur hjá okkur,“ segir forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Mörgum var brugðið, ekki síst fimmhundruð starfsmönnum í Straumsvík, þegar eigandinn Rio Tinto hótaði lokun álversins í febrúar í fyrra og hóf jafnframt opinberar skylmingar við Landsvirkjun. En í dag náðist sátt með undirritun nýs raforkusamnings sem eyðir óvissu um rekstur álversins. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir raforkusamninginn í dag. Með þeim á myndinni eru Sigurður Þór Ásgeirsson, fjármálastjóri Rio Tinto á íslandi, og Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Orkusölusviðs Landsnets. „Já, þeirri óvissu er eytt. Við náðum samkomulagi við Landsvirkjun sem gerir okkur samkeppnishæf, - vegna þess að raforkuverðið er komið á þann stað að við erum samkeppnishæf. Og það léttir þá af óvissu um lokunina. Og við munum setja verksmiðjuna á fullan kraft aftur,“ segir Rannveig í viðtali við Stöð 2. „Við förum upp í full afköst. Við erum búin að vera á minnkuðum afköstum núna um allt of langt skeið og núna förum við á fulla ferð aftur.“ Frá ÍSAL í Straumsvík, álveri Rio Tinto.Vilhelm Í sameiginlegri fréttatilkynningu fagna báðir aðilar en trúnaður ríkir áfram um orkuverðið. Þó er upplýst að tekin er á ný upp tenging við álverð en að litlum hluta. Þá er samningurinn áfram tengdur við bandaríkjadal og vísitölu í Bandaríkjunum. „En að hluta til tengdur við álverð sem hjálpar okkur á erfiðum tímum. Síðan er allskonar sveigjanleiki í honum sem hjálpar Landsvirkjun. Þannig að það er í þessum samningi „win-win“ fyrir báða aðila og kemur báðum aðilum vel. En hann er trúnaðarmál, þessi samningur, þannig að það er ekki hægt að greina nákvæmar frá því,“ segir Rannveig. Hún segir að starfsmönnum í Straumsvík sé létt. „Já, það er léttir hjá okkur. Þetta er búið að liggja á okkur eins og farg í dálítið langan tíma og þessi óvissa verður alltaf meiri og meiri eftir því sem tíminn líður. Þannig að það er mikill léttir að þessu skyldi ljúka og það skyldi takast að ná þessu samkomulagi. Það er mjög mikill léttir og mikill gleðidagur hjá okkur,“ segir forstjóri ÍSAL í Straumsvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Stóriðja Landsvirkjun Orkumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50 Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07 Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35 Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Landsvirkjun og Rio Tinto ná samkomulagi Landsvirkjun og Rio Tinto á íslandi hafa samþykkt viðauka við raforkusamning fyrirtækjanna frá árinu 2010, sem ætlað er að auka samkeppnishæfni álversins og er sagður styrkja rekstrargrundvöll álversins á næstu árum. 15. febrúar 2021 11:39
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50
Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. 23. ágúst 2020 19:50
Loka álverinu í Straumsvík ef Landsvirkjun breytir ekki hegðun sinni Rio Tinto hefur lagt fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur vera misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins“ gagnvart álverinu í Straumsvík. 22. júlí 2020 15:07
Rio Tinto biður starfsmenn um frið meðan verið sé að klára samning við Landsvirkjun Starfsmenn álversins í Straumsvík hafa verið beðnir um mánaðar friðarskyldu þar sem nýr raforkusamningur sé í burðarliðnum milli Rio Tinto og Landsvirkjunar. 1. júlí 2020 23:35
Segir óviðeigandi af Rio Tinto að setja fram afarkosti Hörður segir Rio Tinto beita óboðlegri samningatækni en Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamninginn verði aflétt. 23. febrúar 2020 21:00