Sportið í dag: Liverpool á heima í íslensku deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 13:32 Mohamed Salah fagnar marki sínu á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Salah kom Liverpool í 1-0 en Leicester vann leikinn 3-1. Getty/Carl Recine Meistaradeildin fer aftur af stað í kvöld og strákarnir í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag ræddu leiki kvöldsins í þætti dagsins. Það eru margir að velta fyrir sér hvernig Liverpool lið menn fá að sjá í kvöld. Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Liverpool og Barcelona hafa bæði verið í basli á þessu tímabili og þau eru bæði í eldlínunni í kvöld. Liverpool heimsækir þá þýska liðið RB Leipzig en Börsungar frá Paris Saint Germain í heimsókn. Það var tilvalið fyrir þá Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgi Gunnarsson að ræða leikina í kvöld sem verða báðir sýndir beint á sportstöðvunum. „Ég held að Liverpool fari áfram úr þessu einvígi en ég held að Liverpool vinni ekki leikinn í kvöld. Það er rosaleg jafnteflislykt af þessum leik. 1-1 er rosalega líkleg úrslit,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég hugsa um síðustu leiki Leipzig gegn enskum liðum. Þeir pökkuðu United saman í leiknum sem skipti máli en steinlágu á Old Trafford. Svo mættu þeir Tottenham rétt áður en öllu var lokað. Þeir tóku Tottenham og þetta er ofboðslega skemmtilegt lið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þeir eru búnir að vera að spila með falskar níur og eru með marga leikmenn sem geta dottið niður á völlinn. Þetta er fyrst og fremst óútreiknanlegt taktískt undur sem Julian Nagelsmann stillir oft upp,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að þetta verði mjög áhugavert og það sé von á hverju sem er. Eins og takturinn er upp og niður hjá Liverpool þá á Liverpool liggur við heima í íslensku deildunum því maður veit ekkert hvað maður fær frá þeim,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. Það má finna allt spjallið þeirra og allan þáttinn hér fyrir ofan. Liverpool mætir Leipzig í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en bein útsending á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 19.50. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport en leikur Barcelona og PSG er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Meistaradeildarmörkin eru síðan á dagskrá Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 22.00. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Sportið í dag Tengdar fréttir „Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
„Thiago er óþekkjanlegur“ og „bara að spila fyrir sjálfan sig“ Það má alveg búast við því að spænska landsliðsmanninum Thiago Alcantara verði kennt um hluta af vandræðum Liverpool liðsins. 16. febrúar 2021 11:00