Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2021 12:15 Forsætisráðherra sagðist áfram myndu fylgja ráðum sóttvarnalæknis hvað varðar aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þá verður heimilt að senda fólk í sóttvarnahús í ákveðnum tilvikum, meðal annars ef það greinist með afbrigði af SARS-CoV-2 sem talið er meira smitandi en önnur. „Þingið hefur núna nýlega tryggt heimildir til þess að senda fólk í farsóttarhús ef málefnalegar ástæður eru til þess og það er eðlilegt að slíkri heimild sé beitt ef ástæður eru til þess,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hún sagði afar traustvekjandi að fara yfir það hvernig sóttvarnakerfið hefði gefist hingað til, þar sem 98 prósent komufarþega væru að skila sér í seinni skimun. „Það eru alveg ótrúlega góðar heimtur úr þessu tvöfalda kerfi sem við höfum verið með.“ Allir sem ferðast milli landa þurfi að hugsa sig vel um PCR-prófið verður viðbót við tvöfalda skimun, að sögn Katrínar. Það má í mesta lagi vera 72 tíma gamalt. Spurð að því hvort ekki sé um að ræða íþyngjandi aðgerðir, til dæmis fyrir Íslendinga sem þurfa að ferðast erlendis, segir Katrín vissulega um auknar kröfur að ræða en mörg ríki væru að taka upp sambærilegar aðgerðir. Sagði hún alla sem ferðuðust milli landa þurfa að hugsa sig vel um. „Það eru margar hindranir í veginum,“ sagði hún. Ísland væri ef til vill það land sem hefði verið með hvað mesta samkvæmni í sínum landamæraaðgerðum. Að sögn forsætisráðherra var ekkert rætt á ríkisstjórnarfundinum um tilslakanir innanlands enda engar tillögur verið lagðar fram þar að lútandi. Staðan gæfi hins vegar ástæðu til bjartsýni. „Síðustu tilslakanir fólu í sér að það er engin starfsemi lokuð í raun og veru, það er öll starfsemi opin en ákveðnar fjöldatakmarkanir. Ég held hins vegar að við eigum að gæta að því að halda áfram með grímuskyldu og fjarlægðarmörk og annað slíkt.“ Katrín sagði að þegar nýtt fyrirkomulag tæki gildi 1. maí yrði meira horft til ástandsins í þeim löndum þaðan sem fólk væri að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira