Vill leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2021 14:28 Guðbrandur Einarsson er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, hefur gefið kost á sér til þess að leiða lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Í tilkynningu er haft eftir Guðbrandi að hann telji reynslu sína geta nýst flokknum og hjálpað til við að flokkurinn nái þingsæti í kjördæminu á nýjan leik. Jóna Sólveig Elínardóttir var þingmaður Viðreisnar fyrir Suðurkjördæmi á árunum 2016 til 2017. Guðbrandur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm tuttugu ár og gegnir nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem hann hefur gert mörg undanfarin ár. „Þá starfaði ég einnig sem formaður/framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár, sem formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í 6 ár þar sem ég sat í stjórn í tæp 20 ár. Þá tók ég einnig þátt í starfi Alþýðusambands Íslands um 14 ára skeið, bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum. Samfélagsmál í víðum skilningi þess orðs hafa verið mér hugleikin um árabil og ég hef áhuga á því að vinna, á vettvangi Viðreisnar, að því að bæta samélagið okkar, þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að frjálslynd öfl á miðju stjórnmálanna nái árangri í næstu kosningum og fyrir því vil ég berjast. Ég er giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eigum við fimm uppkomin börn,“ segir í tilkynningunni. Reykjanesbær Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Í tilkynningu er haft eftir Guðbrandi að hann telji reynslu sína geta nýst flokknum og hjálpað til við að flokkurinn nái þingsæti í kjördæminu á nýjan leik. Jóna Sólveig Elínardóttir var þingmaður Viðreisnar fyrir Suðurkjördæmi á árunum 2016 til 2017. Guðbrandur hefur unnið að sveitarstjórnarmálum í rúm tuttugu ár og gegnir nú stöðu forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar ásamt því að sitja í bæjarráði sem hann hefur gert mörg undanfarin ár. „Þá starfaði ég einnig sem formaður/framkvæmdastjóri Verslunarmannafélags Suðurnesja í rúm 20 ár, sem formaður Landssambands ísl. verslunarmanna í 6 ár þar sem ég sat í stjórn í tæp 20 ár. Þá tók ég einnig þátt í starfi Alþýðusambands Íslands um 14 ára skeið, bæði sem miðstjórnarmaður og sem fulltrúi sambandsins í ýmsum nefndum og ráðum. Samfélagsmál í víðum skilningi þess orðs hafa verið mér hugleikin um árabil og ég hef áhuga á því að vinna, á vettvangi Viðreisnar, að því að bæta samélagið okkar, þar sem almannahagsmunir eru hafðir að leiðarljósi. Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að frjálslynd öfl á miðju stjórnmálanna nái árangri í næstu kosningum og fyrir því vil ég berjast. Ég er giftur Margréti Sumarliðadóttur, hársnyrtimeistara og eigum við fimm uppkomin börn,“ segir í tilkynningunni.
Reykjanesbær Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira