Tímarnir breytast og löggjöfin með Una Hildardóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:30 Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Alþingi Jafnréttismál Skoðun: Kosningar 2021 Stafrænt ofbeldi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga. Er frumvarpið partur af einni af þeim fjölmörgu aðgerðunum sem settar voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkana; „útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi.“Með hinum nýju lögum er tekið á ósanngjarnri réttaróvissu sem hefur leitt til óásættanlegrar stöðu þolenda stafræns kynferðisofbeldis. Það er fagnaðarefni að lagaramminn endurspegli loks nýjan raunveruleika sem skapast hefur með tilkomu samfélagsmiðla og nýjunga í samskiptatækni. Þolendur stafræns kynferðisofbeldis hafa lengi kallað eftir úrbótum innan réttarvörslukerfisins en hingað til hefur úrræðaleysi og óskýr lagarammi komið í veg fyrir réttmæta afgreiðslu kærumála. Þetta hefur leitt til þess að ekki sé tekið á málum sem snerta á brotum gegn kynferðislegri friðhelgi með viðunandi hætti. Það er fagnaðarefni að loks geti þolendur stafræns kynferðisofbeldis leitað réttar síns án þess að mæta skilningsleysi innan réttarkerfisins og að réttur þeirra til sanngjarnar meðferðar verði tryggður. Loksins, rúmum 25 árum eftir fyrstu tilfelli brota á kynferðslegri friðhelgi á Íslandi, sem sífellt verða algengari og grófari, endurspeglar löggjöfin raunveruleika þolenda. Takk konur! Samþykkt laganna sýnir okkur enn og aftur mikilvægi þess að konur komist í áhrifastöður og hafi tækifæri til þess að gera tímabærar breytingar á löggjöf sem hefur bein áhrif á rétt kvenna yfir eigin líkama og friðhelgi. Það sýndi sig þegar Svandís Svavarsdóttir var í forsvari fyrir ný lög um þungunarrof og þegar frumvarp dómsmálaráðherra um umsáturseinelti varð að lögum fyrr í febrúar. Ég vil þakka þeim konum sem stóðu að baki þessum nauðsynlegu lagabreytingum. Takk Hulda Hólmkelsdóttir og Stigamót, fyrir að berjast fyrir notkun hugtaksins „stafrænt kynferðisofbeldi“ í stað hefndarkláms og hrellikláms. Takk Katrín Jakobsdóttir, fyrir að skipa stýrihóp forsætisráðherra um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi og takk Halla Gunnarsdóttir fyrir að leiða stýrihóp forsætisráðherra. Takk Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir að fela Maríu Rún Bjarnadóttur starfsmanns stýrihópsins að vinna frumvarpið áfram og takk María fyrir þína ómetanlegu vinnu. Takk þolendur sem stigið hafa fram og gagnrýnt viðbrögð kerfisins og úrræðaleysið sem ykkur hefur mætt. Síðast en ekki síst, vil ég þakka vinkonu minni, Tinnu Ingólfsdóttur. Takk Tinna, fyrir að vekja athygli á stöðu þolenda og áhrifana sem brot á kynferðislegri friðhelgi geta haft á lífsgæði og andlega heilsu. Takk fyrir baráttuna og þá ógleymanlegu innsýn þú veittir mér á vettvang þar sem starfrænt kynferðisofbeldi hefur þrifist hömlulaust. Loksins get ég fagnað, fyrir þig og fyrir okkur öll. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun