Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2021 14:37 Miklar skemmdir urðu á Seyðisfirði í kjölfar aurskriða fyrr í vetur. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“ Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þar segir enn fremur að rýmingu hafi verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geti því snúið heim. Um eftirtalin hús er að ræða: Öll hús við Botnahlíð Múlavegur 37 Baugsvegur 5 Austurvegur 36, 38b, 40b, 42, 44, 44b, 46b, 48, 50, 52, 54 og 56 Fossgata 4, 5 og 7 Múli, Hafnargata 10, 11, 12, 14, 15, 16b og 18c „Dregið hefur úr rigningu og veðurspáin gerir ráð fyrir úrkomulitlu og kólnandi veðri fram á föstudag. Ekki er vitað til þess að ofanflóð hafi fallið frá því á mánudag. Á Seyðisfirði er uppsöfnuð úrkoma rúmlega 100 mm. frá því á laugardag sem er það mesta sem komið hefur frá skriðuhrinunni í desember. Mælingar í borholum í Neðri-Botnum sýndu nokkuð hraða hækkun á vatnsborði á sunnudag en nú hefur dregið úr henni,“ segir í tilkynningunni. „Mælingar á hreyfingu jarðlaga með alstöð og sjálfvirkum GPS stöðvum sýna enga markverða hreyfingu. Það er góðs viti að þetta veður skuli ekki hafa valdið óstöðugleika í jarðlögum hlíðarinnar og þess vegna er ekki reiknað með því að það þurfi að grípa til sambærilegrar rýmingar á Seyðisfirði nema úrkoma og leysing verði nokkru meiri en nú varð. Mælitæki til þess að vakta aurskriðuhættu í hlíðinni, sem komið hefur verið fyrir á undanförnum vikum, reyndust vel.“
Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19 Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32 Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03 Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45 Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands lýst yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna mögulegra á skriðufalla. Rýma á hátt í fimmtíu hús í bænum. 16. febrúar 2021 15:19
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. 15. febrúar 2021 14:32
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 15. febrúar 2021 09:03
Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. 15. febrúar 2021 06:45
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. 13. febrúar 2021 17:52
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent