Af hverju treystir heilbrigðisráðherra ekki sérfræðingum? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:31 Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Viðreisn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun