Setti svefntöflur í bjór Maradona á kvöldin og lét hann fá áfengi í morgunmat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2021 08:31 Diego Armando Maradona með einum af aðstoðarmönnum sínum í mars á síðasta ári. Getty/Marcos Brindicci Þær eru ekki mjög fallegar sögurnar af því hvernig hugsað var um Diego Armando Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt og tveimur vikum eftir að hann gekkst undir vel heppnaða heilaaðgerð. Fjölskylda Maradona heimtaði strax rannsókn á láti Maradona og setti fram efasemdir um hvernig var hugsað um karlinn á lokasprettinum. Nú eru menn í Argentínu farnir að velta steinum og ýmislegt að koma fram í dagsljósið. Það var vitað að Diego Maradona barðist við alkóhólisma og eiturlyfjafíkn síðustu árin í lífi hans en ekki fundust þó eiturlyf í honum við krufningu. Diego Maradona's carer crushed sleeping pills into his beer so he wasn't a nuisance at night https://t.co/UMmMN6tcUf— MailOnline Sport (@MailSport) February 17, 2021 Nýjar fréttir af því frá Argentínu mála upp sláandi mynd af aðstæðum Maradona síðustu mánuðina í hans lífi. Griselda Morel, námssálfræðingur Diego sem er átta ára sonur Maradona, hefur sagt frá því sem hún var vitni af. Hún sagði að umsjónarmaður Maradona hafi sem dæmi mulið niður svefntöflur og sett út í bjór Maradona til að róa hann á nóttinni en aðallega til að losna við truflanir. Maradona á líka að hafa fengið áfengi þegar hann vaknaði á morgnanna. „Ef hann vaknaði klukkan níu um morguninn og bað um bjór þá fékk hann bjór,“ sagði umrædd Griselda Morel í yfirheyrslu sinni sem var lekið í argentínska fjölmiðla. Hún sagði líka frá því að andleg heilsa Maradona hefði hrakað mikið og dæmi um það var þegar hann sást tala í síma án þess að vera með síma í hendi. Morel kom með Dieguito þegar strákurinn heimsótti föður sinn og eyddi tíma með honum á heimili Maradona í Buenos Aires. „Í síðasta skiptið sem ég sá Diego þá kvartaði hann yfir að baðherbergið hafi verið uppi á efri hæðinni og þeir enduðu á að baða hann með slöngu,“ sagði Morel. „Hann sagðist hafa rekið eina af hjúkrunarfræðingum sínum af því að hún átti að hafa stolið frá honum,“ sagði Morel.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01 Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30 Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby Sjá meira
Dóttir Maradona ældi eftir að hafa heyrt upptöku frá dauðastund föður síns Dalma, dóttir Diego Maradona heitins, vill að réttlætinu verði fullnægt en hún pressar á það að tveir menn verði sóttir til saka vegna fráfalls föður síns. 3. febrúar 2021 09:01
Mega ekki brenna lík Maradona Argentínskur dómstóll gaf í gær út úrskurð sinn í sérstöku máli þar sem menn voru að deila um hvað megi gera við líkama Diego heitins Maradona. 17. desember 2020 09:30
Napoli endurskírir völlinn í höfuðið á Maradona Ítalska knattspyrnufélagið Napoli staðfesti í kvöld að það hefði endurskírt knattspyrnuvöll sinn í höfuðið á Argentínumanninum Diego Armando Maradona sem lést þann 25. nóvember. 4. desember 2020 23:01