Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 10:32 Tryggvi Snær Hlinason og félagar mæta Slóvakíu í Kósovó í dag. vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn.
Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum