Geta komið sér á næsta stig í Kósovó í dag Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 10:32 Tryggvi Snær Hlinason og félagar mæta Slóvakíu í Kósovó í dag. vísir/Bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta má ekki misstíga sig illa í leikjunum við Slóvakíu í dag og við Lúxemborg á laugardag. Annars tekur við lengra frí en menn kæra sig um. Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Craig Pedersen hefur valið þá 12 leikmenn sem spila í dag en Hjálmar Stefánsson er þrettándi maður og situr hjá í dag. Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikur sinn 50. landsleik. Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41) Eftir að hafa fallið úr leik með afar naumum hætti í tveimur undankeppnum leikur Ísland nú í forkeppni (þrepi neðar en undankeppni) HM 2023. Forkeppninni er skipt í tvö stig og nú er leikið á fyrra stiginu, í tveimur fjögurra liða riðlum. Ísland er í góðum málum í sínum riðli með 7 stig fyrir síðustu tvær umferðirnar sem leiknar eru í Kósovó. Slóvakía er með 6 stig, Kósovó 6 og Lúxemborg 5, en tvö stig fást fyrir sigur og eitt fyrir tap. Ísland er búið með leiki sína við Kósovó og er með betri innbyrðis úrslit í þeim leikjum. Liðið vann fyrri leik sinn við Slóvakíu 83-74 og fyrri leikinn við Lúxemborg 90-76. Staðan og úrslit í riðli Íslands í forkeppninni. Tvær síðustu umferðirnar eru leiknar í Kósovó vegna kórónuveirufaraldursins. Lokaleikirnir fara fram 20. febrúar, en ekki 21. febrúar eins og stendur.Skjáskot af Wikipedia Íslandi dugar því að vinna annan leikjanna sem liðið á eftir til að komast á næsta stig forkeppninnar. Jafnvel þó að liðið tapi báðum leikjum gæti Ísland komist áfram sem annað tveggja liða sem komast áfram, sérstaklega ef að leikurinn gegn Slóvakíu í dag tapast ekki með tíu stiga mun eða meira. Tapist leikurinn í dag með 10 stigum, sem og leikurinn við Lúxemborg, er Ísland hins vegar úr leik ef heimamenn í Kósovó vinna báða sína leiki. Næstu leikir í ágúst ef vel fer Komist Ísland áfram leikur liðið á seinna stigi forkeppninnar í ágúst, í einum af fjórum þriggja liða riðlum. Seinna stigið er allt spilað í ágúst. Tvö af þremur liðum komast upp úr hverjum riðli í hina eiginlegu undankeppni HM í Evrópu, þar sem færi gefst á að mæta bestu liðum álfunnar næsta vetur. Liðin sem enda í neðri tveimur sætunum í riðli Íslands fá ekki mótsleiki í sumar og þurfa að gera sér að góðu að byrja að horfa til EM 2025 með þátttöku í nýrri forkeppni. Ísland er án lykilleikmanna á borð við Martin Hermannsson og Hauk Helga Pálsson en þeir leikmenn sem héldu af stað til Kósovó um helgina eru allir klárir í slaginn í dag. Þar á meðal er nýliðinn Styrmir Snær Þrastarson úr liði Þórs í Þorlákshöfn.
Liðsskipan Íslands: Elvar Már Friðriksson · BC Siauliai, Litháen (48) Gunnar Ólafsson · Stjarnan (22) Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík (86) Jón Axel Guðmundsson · Fraport Skyliners, Þýskalandi (13) Kári Jónsson · Girona Basket, Spánn (14) Kristinn Pálsson · Grindavík (15) Ólafur Ólafsson · Grindavík (38) Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Haukar (49) Sigtryggur Arnar Björnsson · Real Canoe, Spánn (12) Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn (Nýliði) Tómas Hilmarsson · Stjarnan (8) Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza, Spánn (41)
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira