Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. febrúar 2021 20:01 Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“ Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Scott Morrison forsætisráðherra fordæmdi ákvörðunina í dag og sagði hana hrokafulla. Google og Facebook hafa talað gegn frumvarpinu síðustu vikur en öfugt við Facebook komst Google að samkomulagi við stærstu miðla Ástralíu. Vegna ákvörðunar Facebook blasti þessi sjón við Páli Þórðarsyni, prófessor við háskóla í áströlsku borginni Sidney, þegar hann reyndi að deila frétt í morgun. Mynd/Skjáskot Páll segir að Facebook hafi ekki eingöngu lokað fyrir deilingar á efni frá stærstu fréttamiðlum landsins. „Svo héldu þeir áfram en það var eins og einhver væri á hraðferð. Þeir fóru að loka á til dæmis veðurstofu Ástralíu, upplýsingasíður slökkviliðs um skógarelda, heilbrigðisstofnana, rannsóknastofnana í krabbameini, kvennaathvarf og grínfréttamiðla líka.“ Hann segir tæknirisa á borð við Facebook og Google jafnvel orðna of stóra. „Það eru umræður um það bæði í Evrópu og Bandaríkjunum um að það þurfi jafnvel að skipta þessum tæknirisum upp. Þeir séu einfaldlega orðnir of stórir. Rétt eins og bandarísk stjórnvöld gerðu í upphafi tuttugustu aldar með olíufyrirtækin sem Rockefeller og aðrir voru búnir að byggja upp.“ Að sögn Páls er þó nokkur reiði í garð Facebook meðal Ástrala og hann veltir því fyrir sér hvort ákvörðunin hafi verið vanhugsuð. „Herforingjastjórnin sem tók völdin í Mjanmar er að nota Facebook í áróðri, mjög svæsnum áróðri, kynþáttaáróðri og alls konar ógeði. Facebook segir alltaf að þeir geti ekkert gert við þessu. En það tók þá hálftíma að loka á alla fjölmiðla í 25 milljóna manna lýðræðisríki.“
Facebook Google Ástralía Fjölmiðlar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Facebook lokar á fréttir í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur lokað á þann möguleika að notendur í Ástralíu geti deilt eða skoðað fréttir í gegnum miðilinn. 18. febrúar 2021 07:04