„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Geir Þorsteinsson var í áratug framkvæmdastjóri KSÍ og svo annan áratug formaður KSÍ. Hann er nú framkvæmdastjóri ÍA. vísir/Daníel „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira
ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sjá meira