Allt undir í Derby della Madonnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2021 09:00 Listaverk af Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic fyrir utan San Siro í Mílanó. getty/Nicolò Campo Það er alltaf stór stund þegar Mílanó-liðin AC Milan og Inter eigast við í hinum svokallaða Derby della Madonnina. En leikurinn í dag hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir þau í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira