Markmiðin sem birtust fyrir tilviljun Andrés Ingi Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 13:00 Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu. Þessi uppfærðu markmið áttu að berast í febrúar á síðasta ári en þegar fresturinn rann út stóðu aðeins örfá lönd sína plikt. Ísland var ekki þeirra á meðal. Íslensk stjórnvöld vildu heldur bíða eftir leiðsögn frá Evrópusambandinu í stað þess að setja sín eigin metnaðarfullu markmið. Noregur tók hins vegar af skarið. Í stað þess að bíða eftir því að Evrópusambandið næði niðurstöðu varðandi sameiginleg markmið ESB, Noregs og Íslands þá skiluðu Norðmenn inn sjálfstæðu markmiði. Norðmenn áttuðu sig enda á einu, sem íslensk stjórnvöld gerðu ekki. Samflotið með ESB er vissulegt mikilvægt til að samræma aðgerðir, en það má aldrei líta á það sem annað en lágmarksviðmið. Þess vegna vildi Noregur gera betur, ólíkt íslenskum stjórnvöldum. Það kemur kannski ekki á óvart að ríkisstjórn sem er kennd við lægsta samnefnara skuli sætta sig við lágmarksviðmið. Trassaskapur, taka tvö Vegna Covid fengu aðildarríkin að Parísarsamningnum framlengdan frest til að skila uppfærðum landsmarkmiðum og var nýi skiladagurinn í desember í fyrra. Ísland trassaði líka þann skilafrest. Í staðinn gaf forsætisráðherra frá sér yfirlýsingu um að Íslendingar myndu áfram vera í samfloti með Evrópusambandinu. Það var ekki fyrr en í gær, 18. febrúar, að umhverfis- og auðlindaráðherra sendi uppfærð landsmarkmið til skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna - akkúrat daginn sem hann átti að mæta í sérstaka umræðu á Alþingi til að gera grein fyrir stöðunni. Heppilegt. Til að sjá hvaða metnaður er raunverulega í uppfærðum markmiðum Íslands er gott að bera þau saman við markmið Noregs. Noregur skilaði inn sínu markmiði um 50-55% samdrátt í losun áður en nokkuð lá fyrir um samflot með Evrópusambandinu. Þar er hins vegar tekið fram að ef niðurstaðan af viðræðum leiði til þess að ESB krefjist minna framlags af Noregi, þá muni Norðmenn engu að síður standa við sín 50-55%. Hluti af því verði umfram það sem ESB kallar eftir. Óþægilega prúttið Ísland nálgast losunarmarkmiðin hins vegar úr hinni áttinni. Þar segir hreinlega að 55% markmiðið sé ekki sérstakt markmið Íslands heldur sameiginlegt markmið ESB. Hvað ríkin leggja sjálf af mörkum muni einfaldlega skýrast síðar. Íslensk stjórnvöld segjast því ætla að hjálpa ESB að ná markmiði sínu um 55% samdrátt í losun, án þess að segja hverju þau ætla að ná fram eða bera ábyrgð á. Þetta er í takt við það sem ríkisstjórnin gerði í síðustu lotu þegar markmiðið var 40% samdráttur. Þá fékk utanríkisráðuneytið sérstaka fjárveitingu til að „tryggja hagsmuni Íslands“ varðandi skiptingu ábyrgðar í loftslagsmálum milli Evrópuríkja. Niðurstaðan af þessari hagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar var sú að af 40% markmiði ESB varð framlag Íslands ekki nema 29%. Umhverfisráðherra þykir ósanngjarnt að kalla þetta að prútta niður skuldbindingar Íslands. Það er ekki ósanngjarnt að tala um þetta sem prútt en það er skiljanlega óþægilegt, eins og sást í þingsal í gær. Það verður fróðlegt að sjá hvort, og þá hversu miklum, peningum ríkisstjórnin er tilbúin að eyða í næsta prútt. Heppilegur en metnaðarlaus samanburður Það er mjög auðvelt að segjast vera best í einhverju ef þú færð að velja þér keppinautana. Það er nákvæmlega það sem ríkisstjórnin gerir í loftslagsmálunum. Hún segist vera metnaðarfyllst - í Íslandssögunni. Samanburðurinn við fyrri ríkisstjórnir í þessum efnum er hvorki æskilegur, metnaðarfullur né heilbrigður. Þvert á móti blindar það okkur sýn og dregur úr nauðsynlegum metnaði. Í stað þess að bera sig saman við lönd sem hafa sett fram metnaðarfyllri markmið - á borð við Noreg, Danmörku og Bretland - ber ríkisstjórnin sig saman við stóriðjustjórnir síðustu áratuga. Heppilegur samanburður, ekki metnaðarfullur. Umhverfisráðherra er hins vegar metnaðarfullur maður. Það sýndi hann með óyggjandi hætti áður en hann tók sæti í þessari ríkisstjórn lægsta samnefnara. Það er vonandi að honum takist að nýta síðustu mánuði kjörtímabilsins til að finna metnaði sínum í loftslagsmálum farsælan farveg. Þar á hann stuðning okkar vísan. Höfundur er þingmaður Pírata.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun