Kínverjar viðurkenna mannfall í Himalæjafjölum í sumar Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 13:41 Frá fundi indverskra og kínverskra hermanna í Himalæjafjöllum þann 10. febrúar. Ríkin féllust nýverið á að draga úr spennu á svæðinu. AP/Her Indlands Ráðamenn í Kína hafa viðurkennt að fjórir hermenn ríkisins hafi dáið í átökum við indverska hermenn í Himalæjafjöllum í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar viðurkenna mannfall í mannskæðustu átökum ríkjanna í 45 ár. Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn. Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Strax í kjölfar átakanna á landamærum ríkjanna í sumar tilkynntu Indverjar að tuttugu hermenn þeirra hefðu fallið og sökuðu þeir Kínverja um beita frumstæðum en hættulegum bareflum. Meðal annars sögðu þeir kínverska hermenn hafa beitt naglakylfum. Þetta var í fyrsta sinn í 45 ár sem mannfall varð á landamærunum og sökuðu ráðamenn ríkjanna hermenn hins ríkisins um að hafa farið fyrst yfir landamærin í hinu umdeilda Ladakhhéraði Í Kasmír. Sjá einnig: Sakar Kínverja um að nota frumstæð barefli í landamæradeilu Talið var að kínverskir hermenn hefðu einnig fallið og sögðust Indverjar hafa hlerað skilaboð um að rúmlega fjörutíu hermenn hefðu fallið eða særst. AP fréttaveitan hefur eftir indverskum embættismanni að indverjar telji nú að minnst fjórtán kínverskir hermenn hefðu særst og átta þeirra dáið. Einn ríkismiðla Kína sagði frá því í morgun að fjórir hermenn sem hefðu fallið hefðu verið heiðraðir og að ofursti sem leiddi þá og hafi særst alvarlega hafi fengið verðlaun fyrir að verja landamæri ríkisins. Four Chinese soldiers, who were sacrificed in last June's border conflict, were posthumously awarded honorary titles and first-class merit citations, Central Military Commission announced Friday. A colonel, who led them and seriously injured, was conferred with honorary title. pic.twitter.com/Io9Wk3pXaU— People's Daily, China (@PDChina) February 19, 2021 Frá því í sumar hafa bæði ríkin sent tugi þúsunda hermanna að landamærunum og komið þar fyrir vopnum og öðrum búnaði. Samband ríkjanna hefur boðið verulega hnekki samhliða deilunum. Til stríðs kom á milli Indlands og Kína árið 1962 og unnu Kínverjar það með afgerandi hætti. Síðan þá hafa landamæri ríkjanna í raun ekki verið skilgreind og hefur þess í stað verið farið eftir því hvaða ríki stýrir hvaða svæði. Nýverið komust ríkin þó að samkomulagi um að draga hermenn af svæðinu og breikka bilið milli fylkinga, er svo má að orði komast. Frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna mun fara fram um helgina, samkvæmt frétt Times of India. Svæðið sem þessi tvö fjölmennustu ríki heims deila um er í Karakoram fjöllunum og nánar tiltekið við Pangongvatn.
Kína Indland Tengdar fréttir Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41 Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Modi gefur hernum grænt ljós á að gera hvað sem er til þess að verja landamærin Indverjar ætla að verja landamæri sín með kjafti og klóm 19. júní 2020 23:41
Indverjar íhuga að senda Kínverjum skilaboð Aðilar innan herafla Indlands eru sagðir íhuga takmarkaðar aðgerðir gegn Kína í Himalæjafjöllum. 18. júní 2020 23:57