Skjern var 14-13 yfir í hálfleik en Selfyssingurinn skoraði sigurmarkið rétt áður en flautan gall. Elvar skoraði fjögur mörk í leiknum og lagði hann upp tvö önnur mörk.
Eftir sigurinn er Skjern í sjöunda sæti deildarinnar með 23 stig en ansi þéttur pakki er í efri hluta deildarinnar. Þrjú stig skilja liðið að í sjöunda og fjórða sætinu.
Danish League:@SkjernHaandbold 30-29 @TmsRingsted
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 19, 2021
Elvar Jónsson with the gamewinning buzzerbeater.#handball pic.twitter.com/ybj2G0WJmO
Kristianstad vann góðan sigur á Ystads, 26-22, eftir að hafa verið 10-9 undir í hálfleik. Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson tvö. Kristianstad er í sjöunda sætinu.
Daníel Freyr Andrésson og félagar í Guif fengu skall gegn Aranas. Aranas var 14-10 yfir í hálfleik og unnu að endingu 32-32. Guif er í níunda sæti deildarinnar.