Ljóst er að sambandið varð af miklum peningum er íslenska karlalandsliðið missti af sæti á EM 2020, sem fer fram í sumar, eftir tapið gegn Ungverjum í haust.
Samstæðunnar KSÍ nema nú 1096,8 milljónum króna og bókfært eigið fé í árslok er um 733,3 milljónir króna.
Ársþing KSÍ 2021 fer fram 27. febrúar næstkomandi. KSÍ hefur nú birt ársskýrslu sína ásamt ársreikningi 2020 og fjárhagsáætlun 2021. Ársskýrslan er nú í fyrsta sinn birt sem sérstök vefsíða í stað PDF forms fyrri ára. https://t.co/iR9jNXJ6gD pic.twitter.com/kfBhVJMeNF
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 19, 2021
Kostnaður við íslensku landsliðin á síðasta ári voru rúmar 626 milljónir en skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var nokkuð hærri en áætlun var. 289,68 milljónir var áætlunin en 311,89 milljónum endaði kostnaðurinn í.
Um helgina fer fram ársþing KSÍ en þar verður, að venju, farið yfir ársreikninginn sem og mörg önnur mál. Í ár verður þingið rafrænt vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar.