Haft er eftir Gunnþóri Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar að skráning í Kauphöll sé hugsuð til að efla félagið og opna Síldarvinnsluna fyrir fjárfestum.
„Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er framsækin atvinnugrein þar sem stöðugt er unnið að aukinni verðmætasköpun auðlindarinnar samhliða áskorunum í að draga úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum greinarinnar,“ segir Gunnþór á vef Fiskifrétta.