Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 19:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunararáðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri nýrrar skýrslu um svokallað klasastefnu sem hefur að markmiði að auka hagsæld. Vísir Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira