Drengurinn er frumburður hennar og Rafal Orpel, unnusta hennar, og segjast þau vera yfir sig ástfangin af syninum. Frá þessu greinir Þórhildur Sunna á Facebook-síðu sinni,
Drengurinn hefur fengið nafnið Antoni Örn Orpel. Hann fæddist heima hjá sér og hefur haft það náðugt með foreldrunum líkt og Þórhildur Sunna orðar það sjálf. Móður og barni heilsast vel.
„Allt er eins og það á að vera,“ skrifar Þórhildur Sunna, sem hafði beðið spennt eftir syninum.