Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 10:31 Jordan Henderson liggur meiddur í grasinu í leiknum á móti Everton en fyrirliðinn fór meiddur af velli og bættist þá að troðfullan meiðslalista liðsins. AP/Paul Ellis Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé. Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Fyrir nokkrum mánuðum óttuðust allir að mæta Liverpool liðinu en núna er fyrrum knattspyrnustjóri liðsins á því að í dag vilji fagni því að mæta þeim. Meiðsli leikmanna Liverpool liðsins hafa safnast upp og það ásamt miklu leikjaálagi undanfarinna ára virðist hafa dregið alla vígtennurnar úr liðinu. Liverpool tapaði sínum fjórða heimaleik í röð um helgina og það á móti nágrönnunum í Everton sem höfðu ekki unnið á Anfield á þessari öld. Graeme Souness insists Liverpool have gone from 'a team no one wanted to play against to one everyone wants to play' https://t.co/F9HeH03APx— MailOnline Sport (@MailSport) February 20, 2021 Graeme Souness er fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool. Hann hafði sína skoðun á liðinu eftir tapið á móti Everton. „Þeir eru aðeins skugginn af sjálfum sér. Þegar þú hugsar um það hvernig Liverpool liðið hefur verið undanfarin þrjú ár. Það var lið sem enginn vildi mæta, lið sem var alltaf að spila af fullum krafti, lið sem var súper agressíft og lið sem var örugglega hræðilegt að mæta,“ sagði Graeme Souness. „Núna vilja aftur á móti örugglega allir mæta þeim. Þeir eru auðvelt skotmark og það er sárt fyrir mig að horfa upp á það,“ sagði Souness. „Sem stuðningsmaður Liverpool þá er ég rosalega vonsvikinn með mitt lið. Það leit út fyrir að þeir hefðu enga orku eða kraft til að sækja þennan sigur. Betra liðið fékk stigin,“ sagði Souness. Liverpool er nú dottið niður í sjötta sæti deildarinnar og liðið er ekki aðeins búið að klúðra titilvörninni heldur er útlit fyrir því að liðið þurfi að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Næstu deildarleikir Liverpool eru á móti Sheffield United (úti), Chelsea (heima), Fulham (heima) og Wolves (úti) en svo kemur landsleikjahlé.
Enski boltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira