Vanhugsuð tillaga um afslátt af sköttum fyrir ferðamenn Þórir Garðarsson skrifar 22. febrúar 2021 11:31 Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Kosningabarátta stjórnmálaflokkana er að fara af stað og áhugavert verður að fylgjast með hvað stefnu þeir hafa í málefnum ferðaþjónustunnar. Ég tel mjög mikilvægt fyrir ríkissjóð og almenning í landinu að ferðaþjónustufyrirtækin komist hratt upp úr þeim hamförum sem fylgt hafa Covid-19 veirunni og verði aftur sterk. Ferðaþjónustufyrirtækin munu draga vagninn þegar kemur að því sækja ferðamenn til landsins en þau eru orðin mjög löskuð. Skuldavandi þeirra eftir rúmlega eins árs tekjuleysi dregur út getu þeirra til að sækja fram á erlendum mörkuðum og keppa þar við fjölda annarra áfangastaða. Afsláttarhugmynd Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar kom með þá hugmynd að ríkið myndi veita ferðaþjónustufyrirtækjum tímabundinn afslátt af gjöldum og lækka virðisaukaskatt til erlendra ferðamanna tímabundið. Þetta er í besta falli vanhugsuð aðgerð og það læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé í raun að hækka aftur gjöld um leið og sól rís og koma ferðaþjónustunni upp í hæsta virðisaukaskatts í þeim löndum sem við berum okkur saman við og erum í samkeppni við eins og var að stefnuskrá Viðreisnar fyrir örfáum árum. Hjálpar ekki fyrirtækjunum Ferðaþjónustan þarf ekki tímabundinn afslátt af sköttum og gjöldum á borð við þann sem Viðreisn boðar. Slíkur afsláttur hjálpar ekki fyrirtækjunum, heldur leiðir hann til verðlækkana og tekjutaps fyrir ríkissjóð með þeim afleiðingum að ferðamaðurinn skilur minna eftir sig. Ferðamenn munu koma hingað þrátt fyrir íslenskt verðlag. Þeir gerðu það fyrir Covid-19 og þeir munu gera það áfram ef rétt er að málum staðið og mun hraðar með fjárfestingu í öflugri markaðs- og kynningarstarfsemi. Gengi krónunnar er þar að auki hagstæðara í dag fyrir ferðamenn en áður. Það er ferðamaðurinn sem borgar skattinn Tímabundin lækkun virðisaukaskatts breytir litlu fyrir fyrirtækin því á endanum er það alltaf neytandinn – í þessu tilfelli erlendi ferðamaðurinn - sem borgar virðisaukaskattinn. Fyrirtækin gera það ekki, þau sjá aðeins um að innheimta skattinn fyrir ríkissjóð. Viðbúið er að tímabundin lækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu leiði til verðstríðs þegar fyrirtækin keppast um að ná viðskiptum. Erfiðlega mun ganga að hækka verð aftur þegar afsláttur rennur út. Verðstöðuleiki er mjög mikilvægur og við eigum ekki að setja Ísland á útsölu og fara að keppa á niðursettu verði. Fyrirtækin þurfa alvöru stuðning Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa allt aðra aðstoð en skattalækkun. Flest eru þau komin að fótum fram fjárhagslega, tekjulítil í heilt ár og skuldum vafin. Fyrirtækin þurfa ekki lán eða gjaldfresti. Þau glíma við skuldavanda. Þau þurfa hreina og klára styrki til að koma sér hratt í gang aftur, rekstrarlega og markaðslega. Allir eru sammála um að endurkoma erlendra ferðamanna í sumar eða haust skipti mestu máli til að þjóðarbúið rétti úr kútnum. En það gerist ekki með máttlausum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Besta fjárfestingin sem ríkissjóður getur ráðist í er að styðja fyrirtækin á fætur. Það skilar strax sköttum í ríkissjóð og dregur úr atvinnuleysi. Þeir takmörkuðu styrkir sem nú bjóðast gagnast aðeins litlum fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þeir gera lítið fyrir stóru fyrirtækin sem hafa mestu afköstin. Þau lifa flest nú orðið aðeins á súrefninu, það er búið að skafa innan úr hverju einasta horni í „skápa skrapi“ eins og sagt er á mörgum heimilum þegar kreppir að. Viðspyrnustyrkir sem miðast við fimm starfsmenn nægja þessum fyrirtækjum engan veginn. Stjórnmálin þurfa hugsa stærra ef áhugi er á því að tryggja sem mestan og hraðastan ávinning af endurkomu erlendra ferðamanna. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun